Tímarit Máls og menningar - 01.09.1973, Side 58
Tímarit Máls og menningar
breiddur misskilningur, að grundvöllur trúarbragðanna sé vitsmunaleg á-
gizkun mannshugans ut frá skynjunum hans á tilverunni. Hin fjölbreytta
þekking, sem á seinni áratugum hefur fengizt á trúarbrögðum hefur hins
vegar leitt í ljós, að svo er ekki. Hin trúræna skynjun er sérstaks eðlis, og
hefur margt sameiginlegt hinni listrænu skynjun, þó að vitsmunalíf manns-
ins hafi auðvitað sitt að segja, þegar til þess kemur að túlka andlega reynslu.
Hin trúræna skynjun er í því fólgin, að maðurinn skynjar að baki tilver-
unnar guðlegan anda, utan og ofan við lögmál náttúrunnar. Trúmaðurinn
getur skynjað hið guðlega hæði í heild tilverunnar, og einstökum hlutum, at-
hurðum og bæði svonefndum náttúrlegum og yfirnáttúrlegum fyrirbærum.
Þessa reynslu er ekki hægt að túlka á þann hátt, sem vísindamaðurinn útskýr-
ir sinn hugarheim. Trúmaðurinn notar því táknmál, að sínu leyti eins og
skáldið.
Fyrr á árum var það almenn skoðun, að trúarbrögð mannkynsins hefðu
þróazt frá fjölgyðistrú til eingyðistrúarbragða. Það kom því flestum á óvart
þegar leitt var í Ijós að um allan heiminn hefur verið til trú á einn guð, háan
guð, sem er yfir öllu. En í vitund flestra fornaldarmanna hefur slíkur guð
orðið svo fjarlægur í vitund manna, að hann kemur þeim varla við. Þá hafa
menn skynjað hið guðdómlega í einstökum hlutum og fyrirbærum náttúrunn-
ar og mannlífsins, fundið návist hins heilaga í tign fjallanna, gróðri jarðar,
krafti hafsins, gangi himintunglanna. I draumum og vitrunum, véfréttum og
teiknum. Vilji menn skilja fjölgyðistrúna, verða menn að átta sig á því, að þá
er tilveran í raun og veru sundruð í óteljandi yfirráðasvæði hinna ýmsu goð-
magna. Einn guðinn stjórnar hafinu, annar gróðrinum, sá þriðji ástalífi,
fjórði styrjöldum og hernaði, svo að dæmi séu nefnd. En við þetta sundrast
einnig tilvera mannsins, og hver þáttur úr lífi hans verður háður samskiptum
við sérstakan guðdóm, — einstaklingurinn sundurslitinn í samskiptum sínum
við hin fjölbreytilegu mögn og megin.
Trúarbragðasagan segir frá ýmsum byltingum, sem orðið hafa við það,
að einstakir menn hafa komizt til meðvitundar um einn guð, sem starfaði í
allri tilverunni sem heild. Þar á meðal má nefna menn sins og Zaraþústra,
Móses og Múhameð, sem hver á sínum tíma áttu sinn þátt í að hefja hugi
mannanna yfir takmarkanir fjölgyðistrúarinnar og hjálpa þeim til að skynja
tilveruna sem valdsvæði eins guðs. Trúarskynjun kristinna manna er sama
eðlis.
í sögu kristindómsins má finna dæmi um tilhneigingu til þess að hverfa
aftur til fjölgyðistrúar. f Opinberunarbók Jóhannesar (19,10) er sagt frá
168