Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1973, Page 58

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1973, Page 58
Tímarit Máls og menningar breiddur misskilningur, að grundvöllur trúarbragðanna sé vitsmunaleg á- gizkun mannshugans ut frá skynjunum hans á tilverunni. Hin fjölbreytta þekking, sem á seinni áratugum hefur fengizt á trúarbrögðum hefur hins vegar leitt í ljós, að svo er ekki. Hin trúræna skynjun er sérstaks eðlis, og hefur margt sameiginlegt hinni listrænu skynjun, þó að vitsmunalíf manns- ins hafi auðvitað sitt að segja, þegar til þess kemur að túlka andlega reynslu. Hin trúræna skynjun er í því fólgin, að maðurinn skynjar að baki tilver- unnar guðlegan anda, utan og ofan við lögmál náttúrunnar. Trúmaðurinn getur skynjað hið guðlega hæði í heild tilverunnar, og einstökum hlutum, at- hurðum og bæði svonefndum náttúrlegum og yfirnáttúrlegum fyrirbærum. Þessa reynslu er ekki hægt að túlka á þann hátt, sem vísindamaðurinn útskýr- ir sinn hugarheim. Trúmaðurinn notar því táknmál, að sínu leyti eins og skáldið. Fyrr á árum var það almenn skoðun, að trúarbrögð mannkynsins hefðu þróazt frá fjölgyðistrú til eingyðistrúarbragða. Það kom því flestum á óvart þegar leitt var í Ijós að um allan heiminn hefur verið til trú á einn guð, háan guð, sem er yfir öllu. En í vitund flestra fornaldarmanna hefur slíkur guð orðið svo fjarlægur í vitund manna, að hann kemur þeim varla við. Þá hafa menn skynjað hið guðdómlega í einstökum hlutum og fyrirbærum náttúrunn- ar og mannlífsins, fundið návist hins heilaga í tign fjallanna, gróðri jarðar, krafti hafsins, gangi himintunglanna. I draumum og vitrunum, véfréttum og teiknum. Vilji menn skilja fjölgyðistrúna, verða menn að átta sig á því, að þá er tilveran í raun og veru sundruð í óteljandi yfirráðasvæði hinna ýmsu goð- magna. Einn guðinn stjórnar hafinu, annar gróðrinum, sá þriðji ástalífi, fjórði styrjöldum og hernaði, svo að dæmi séu nefnd. En við þetta sundrast einnig tilvera mannsins, og hver þáttur úr lífi hans verður háður samskiptum við sérstakan guðdóm, — einstaklingurinn sundurslitinn í samskiptum sínum við hin fjölbreytilegu mögn og megin. Trúarbragðasagan segir frá ýmsum byltingum, sem orðið hafa við það, að einstakir menn hafa komizt til meðvitundar um einn guð, sem starfaði í allri tilverunni sem heild. Þar á meðal má nefna menn sins og Zaraþústra, Móses og Múhameð, sem hver á sínum tíma áttu sinn þátt í að hefja hugi mannanna yfir takmarkanir fjölgyðistrúarinnar og hjálpa þeim til að skynja tilveruna sem valdsvæði eins guðs. Trúarskynjun kristinna manna er sama eðlis. í sögu kristindómsins má finna dæmi um tilhneigingu til þess að hverfa aftur til fjölgyðistrúar. f Opinberunarbók Jóhannesar (19,10) er sagt frá 168
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.