Tímarit Máls og menningar - 01.09.1973, Side 74
Roger Bernos
Gjaldeyriskreppan og forræði
Ban darí kj anna
Þótt nýlega sé farið að ræða um kosti þess að stefna að engum hagvexti, miða
stórveldin þó meir en nokkru sinni gerðir sínar við að ná sem skjótastri efna-
hagsþróun. Ástæðurnar eru augljósar. Efnahagsþróunin er enn sem fyrr skil-
yrði valdsins, þ. e. a. s. óskerts fullveldis, hvort sem er á sviði efnahagslífs,
stjórnmála eða hernaðar. Engin þjóð getur komizt hjá því.
í þessu ljósi verðum við að skoða deilumál Evrópumanna og Bandaríkja-
manna, sem oft er lýst en sjaldan eru útskýrð.
Að sjálfsögðu er ekki unnt að takmarka athugunina við gjaldeyris- eða
verzlunarhliðar deilumálanna einar. Til að sjá vandamálin í heild er mikil-
vægt að hrjóta niður þau hólf sem skilja að hina ýmsu þætti untanríkisstefnu
Bandaríkjanna, bæði gjaldeyrisstefnu, viðskiptastefnu og fjárfestingar erlend-
is, og síðast en ekki sízt varnarmálastefnu þeirra, þótt þessar hliðar málanna
séu venjulega athugaðar hver fyrir sig.
Þá kemur í ljós hve hinar hefðbundnu rannsóknir, sem miðast við hreint
efnahagssjónarmið, ná skammt. Hefðbundnar efnaliagskenningar geta gert
grein fyrir þeim aðferðum, sem beitt er, en engan veginn fyrir því takmarki,
sem aðferðunum er beitt til að ná. Ef lengra á að halda verðum við að hafa
í huga það sem Frangois Perroux kallaði afleiðingu yfirráða.
Það er semsé hægt að skilgreina afstöðu helztu iðnaðarríkja sem tog-
streitu milli ríkjandi stórveldis, Bandaríkjanna, og smærri velda, Japans og
Evrópu, sem reyna að komast undan áhrifum þess.
Þá eru gjaldeyriskreppur og viðskiptadeilur ekki annað en merki um djúp-
stæðari árekstur, sem er bæði af pólitískum og efnahagslegum toga spunninn
og snýst um markmið sem varða hagvöxt á lengri tíma.
Bandaríkin eru umfangsmesta heimsveldi sögunnar og hafa þau í aldar-
fjórðung skipað fremsta sætið á hinum ólíkustu sviðum, einkum með hug-
vitsamlegri notkun sinni á gjaldeyriskerfinu, notkun sinni á stöðu dollarans
sem skiptamælikvarða, og með því að byggja upp varnarkerfi, sem nær um
allan hnöttinn.
184