Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1973, Page 74

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1973, Page 74
Roger Bernos Gjaldeyriskreppan og forræði Ban darí kj anna Þótt nýlega sé farið að ræða um kosti þess að stefna að engum hagvexti, miða stórveldin þó meir en nokkru sinni gerðir sínar við að ná sem skjótastri efna- hagsþróun. Ástæðurnar eru augljósar. Efnahagsþróunin er enn sem fyrr skil- yrði valdsins, þ. e. a. s. óskerts fullveldis, hvort sem er á sviði efnahagslífs, stjórnmála eða hernaðar. Engin þjóð getur komizt hjá því. í þessu ljósi verðum við að skoða deilumál Evrópumanna og Bandaríkja- manna, sem oft er lýst en sjaldan eru útskýrð. Að sjálfsögðu er ekki unnt að takmarka athugunina við gjaldeyris- eða verzlunarhliðar deilumálanna einar. Til að sjá vandamálin í heild er mikil- vægt að hrjóta niður þau hólf sem skilja að hina ýmsu þætti untanríkisstefnu Bandaríkjanna, bæði gjaldeyrisstefnu, viðskiptastefnu og fjárfestingar erlend- is, og síðast en ekki sízt varnarmálastefnu þeirra, þótt þessar hliðar málanna séu venjulega athugaðar hver fyrir sig. Þá kemur í ljós hve hinar hefðbundnu rannsóknir, sem miðast við hreint efnahagssjónarmið, ná skammt. Hefðbundnar efnaliagskenningar geta gert grein fyrir þeim aðferðum, sem beitt er, en engan veginn fyrir því takmarki, sem aðferðunum er beitt til að ná. Ef lengra á að halda verðum við að hafa í huga það sem Frangois Perroux kallaði afleiðingu yfirráða. Það er semsé hægt að skilgreina afstöðu helztu iðnaðarríkja sem tog- streitu milli ríkjandi stórveldis, Bandaríkjanna, og smærri velda, Japans og Evrópu, sem reyna að komast undan áhrifum þess. Þá eru gjaldeyriskreppur og viðskiptadeilur ekki annað en merki um djúp- stæðari árekstur, sem er bæði af pólitískum og efnahagslegum toga spunninn og snýst um markmið sem varða hagvöxt á lengri tíma. Bandaríkin eru umfangsmesta heimsveldi sögunnar og hafa þau í aldar- fjórðung skipað fremsta sætið á hinum ólíkustu sviðum, einkum með hug- vitsamlegri notkun sinni á gjaldeyriskerfinu, notkun sinni á stöðu dollarans sem skiptamælikvarða, og með því að byggja upp varnarkerfi, sem nær um allan hnöttinn. 184
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.