Tímarit Máls og menningar - 01.09.1973, Qupperneq 76
Tímarit Máls og menningar
3,2 í 6,2% á þessum sama tíma, og hlutur Evrópu aukizt úr 40 í 44%, en
hlutur Bandaríkjanna minnkað úr 16 í 13,7%.
Svo má bæta því við innan sviga, að 1972 var gjaldeyrisforði Japans um
50% meiri en Bandaríkjanna og gjaldeyrisforði Evrópu fimm sinnum meiri.
Það kom í ljós að við slíkar aðstæður gátu Bandaríkjamenn ekki lengur
stefnt samtímis að sömu markmiðum á sviði efnahags-, fjármála og hermála
og 20 árum áður. Einföld athugun á viðskiptajöfnuðinum sýndi með öðrum
orðum að ekki var unnt að tryggja mikilvæga fjárfestingu erlendis, kosta
mikinn herafla erlendis og leyfa öðrum frjálsan aðgang að bandarískum
mörkuðum, nema með því að sætta sig um leið við stöðuga hnignun á stöðu
Bandaríkjanna. Bandarískir valdamenn stóðu því frammi fyrir vali.
En áður en um það verður fjallað er nauðsynlegt að skilgreina fyrst þá
þætti sem orsökuðu hnignun Bandaríkjanna og gerðu Evrópumönnum og
Japönum kleyft um leið að draga þau uppi.
Óhagstœður viðsJáptajöfnuður
í Bandaríkjunum eins og alls staðar annars staðar sýnir óhagstæður viðskipta-
jöfnuður um langt skeið að ósamræmi er milli þeirra pólitísku markmiða,
sem að er stefnt og þeirra meðala sem eru fyrir hendi til að nálgast þau. Nú
hefur greiðslujöfnuður Bandaríkjanna verið óhagstæður síðan 1950, þ. e. a. s.
í 22 ár án nokkurs hlés, að undanskildu árinu 1957. Þetta atriði hefur átt stór-
an þátt í hnignun stöðu Bandaríkjanna, einkum vegna þess að ýmsar úrbóta-
leiðir, sem opnar voru, leyfðu mönnum of lengi að fela raunveruleikann og
slá því á frest að gera raunhæfar úrbætur.
Sú staðreynd er nefnilega mjög eftirtektarverð að önnur markmið banda-
rískrar stjómmálastefnu hafa aldrei orðið að víkja verulega fyrir vilja til
að skapa jafnvægi í fjárhag Bandaríkjanna, þrátt fyrir þennan óhagstæða
greiðsluj öfnuð. Þetta kemur fram í því að fjárlög hafa ekki verið hallalaus
nema fjórum sinnum á 24 árum, og einu sinni, 1969, á síðustu 15 árum. Á
sama hátt hefur vöxtur peningamagnsins alltaf verið miklu meiri en vöxtur
þjóðarframleiðslunnar síðan 1960, að undanskildu árinu 1965. Loks hefur
útflutningur fjármagns til fjárfestingar erlendis stöðugt haldið áfram á þessu
tímabili þótt hann hafi minnkað um stundarsakir 1968 og 1969.
í raun og veru er eklci nema stutt síðan Bandaríkjamenn gerðu sér skýra
grein fyrir þessu vandamáli, því að þeir neituðu lengi tilveru þess. í þessu
sambandi er uppbyggilegt að lesa aftur athuganir ýmissa handarískra hag-
fræðinga frá árunum eftir 1960: ár eftir ár kenndu þeir samtvinnun ýmissa
186