Tímarit Máls og menningar - 01.09.1973, Blaðsíða 88
Tímarit Máls og menningar
samt í árslok 1964 cinum sjöunda hluta
höfuðstóls hans.
í þann mund, er Alþjóðlegi bankinn hóf
starfsemi sína, varð ekki farið í grafgötur
um, að meginstarfsemi hans mundi fclast
í lánveitingum beinlínis. Aftur á móti hafði
þess verið vænzt á ráðstefnunni í Bretton
Woods, að starfsemi lians fælizt öðru írem-
ur í fyrirgreiðslum um lántökur hjá öðrum
aðilum. Og þar eð lánsfé bankans var af
skornum skammti í fyrstu, taldi hann sig
þurfa að afla sér fljótlega fjár með útgáfu
verðbréfa. Að því var vikið í fyrstu árs-
skýrslu bankans í september 1946: „Bráða-
birgðaathuganir benda til, að mestalls láns-
fjár bankans umfram höfuðstól hans þurfi
fyrst um sinn að afla í Bandaríkjunum. Til
óformlegra viðræðna hefur þess vegna verið
cfnt við fulltrúa fjárfestingarbanka, spari-
sjóða og vátryggingafélaga í því skyni að
skýra þeim frá starfsháttum bankans og
skiptast á skoðunum við þá.“3
viii. Fyrstu rekstrarárin
Alþjóðlegi bankinn veitti 1947 einvörð-
ungu lán til endurbyggingar í Vestur-
Evrópu, eins og fyrir var lagt í stofnskrá
hans. Lán þau námu $ 497 milljónum.
Fyrsta lán sitt til vanþróaðs lands veitti
bankinn Chile í marz 1948. Alþjóðlegi
bankinn sem Alþjóðlegi gjaldeyrissjóður-
inn tók mið af fjárhagslegri aðstoð Banda-
ríkjanna, Marshall-hjálpinni svonefndu,
við ríki Vestur-Evrópu um nokkurra ára
skeið skömmu eftir styrjöldina. í þriðju
ársskýrslu Alþjóðlega bankans var þannig
fram tekið, að bankinn mundi ekki veita
há lán til landa í Vestur-Evrópu, rneðan sú
fjárhagslega aðstoð Bandaríkjanna væri
enn í uppsiglingu. Og næstu tvö rekstrarár
3 International Bank for Reconstruction
and Development, First Annual Report,
bls. 10.
bankans, 1948—1949 og 1949—1950, námu
lán hans til landa í Vestur-Evrópu lágum
upphæðum. Lán bankans þau tvö rekstrar-
ár, að upphæð $ 153 milljónir og $ 166
milljónir, runnu til vanþróaðra landa.
Lánveitingar Alþjóðlega bankans virtust
óverulegar fyrst í stað með tilliti til láns-
fjárþarfar vanþróaðra landa. Til marks um
hana hefur stundum verið höfð álitsgerð,
sem nefnd hagfræðinga tók saman fyrir
Sameinuðu þjóðirnar árið 1951. í álits-
gerðinni kvað nefndin vanþróuðu löndin
þarfnast árlega erlends lánsfjár að upp-
hæð um $ 19.000 milljónir, til að atvinnu-
legar framfarir í þeim gætu orðið eins
hraðstígar sem í iðnaðarlöndunum. Alla
vegu hafa hins vegar áhrif Alþjóðlega
bankans verið langt umfram hlutdeild í
alþjóðlegum lánveitingum. Tvennt hefur
valdið því. Bankinn hefur orðið vettvangur,
sem á hefur ráðizt lánastefna fjármála-
stofnana gagnvart vanþróuðum löndum. Og
fjármálastofnanir hafa tekið að bregða
mælistiku bankans á framkvæmdir í van-
þróuðum löndum.
ix. Lánastejnan
Alla jafna veitir Alþjóðlegi bankinn
einungis lán til tiltekinna framkvæmda og
gegn ríkistryggingu, eins og á er kveðið í
stofnskrá hans. Ennfremur veitir bankinn
aðeins lán til greiðslna á erlendum til-
kostnaði framkvæmda.
I fimmtu ársskýrslu Alþjóðlega bankans
var farið um lánastefnu hans þessum orð-
um: „I fáum orðum sagt hafa áætlanir um
fjárfestingu þann megintilgang, eins og
vænzt hafði verið, að bæta lífskjör, en áætl-
anirnar verða að vera alhliða, til að það
megi takast. Alhliða framvinda telst fram-
vinda sem ekki stofnar fjármálalegu jafn-
vægi í hættu; sem af hlýzt ekki skerðing
neyzlu; sem í senn gegnir margþættum
tilgangi og verður ekki einu sviði til góðs
198