Tímarit Máls og menningar - 01.09.1973, Qupperneq 91
AlþjóSlegi bankinn
framkvæmdastjórum bankans yrði falið að
semja stofnskrá Alþjóðlegra þróunarsam-
taka. Stofnskráin var lögð fyrir ríkisstjórn-
ir þessar til staðfestingar í janúar 1960. í
stofnskránni var kveðið svo á, að einungis
ríkisstjómir aðila að bankanum ættu kost
á aðild að samtökunum og kveðið svo á,
að upphaflegar fyrirskriftir höfuðstóls
skyldu nema $ 1.000 milljónum ef allir
aðilar bankans yrðu aðilar að samtökunum
þegar í upphafi." (Bls. 3—4).
Skipulagi Alþjóðlegu þróunarsamtak-
anna er þannig lýst í fyrstu ársskýrslu
þeirra: „Að fyrirmælum stofnskrárinnar
skiptust meðlimir samtakanna í tvær deild-
ir: Deild I skipa lönd, sem atvinnulega era
fremur langt á veg komin; og deild II skipa
lönd, sem (atvinnulega) teljast ekki langt
á veg komin. í deildunum tveimur eru
fyrirskriftir höfuðstóls reiddar af hendi
að ólíkum hætti. Lönd í deild I inna upp-
haflega 23 hundraðshluta af hendi og
greiða eftirstöðvamar í fjórum jöfnum
afborgunum; öllu þessu fé er auðskipt í
aðra gjaldmiðla. Lönd í deild II greiða
einnig framlög sín á grundvelli afborgana;
en aðeins 10 hundraðshluta þeirra, — að
hálfu í upphafi og að hálfu í fjórum jöfn-
um afborgunum, — í fé, sem auðskipt er í
aðra gjaldmiðla. Eftirstöðvaraar eru greidd-
ar í eigin gjaldmiðli aðila, og Alþjóðlegu
þróunarsamtökin geta ekki gripið til þeirra
án samþykkis aðila. — Löndum í deild I
er ætlað að leggja Alþjóðlegu þróunarsam-
tökunum til fé, þótt samtökin megi leggja
fram lánsfé til framkvæmda á landssvæð-
um, sem lúta þeim eða eru háð þeim. OIl
lönd í deild II eru hlutgeng til lántöku í
Alþjóðlegu þróunarsamtökunum; sum land-
anna, sem fyrirgreiðslu njóta, hljóta að
nokkru lán frá bankanum og að nokkru
innstæður hjá samtökunum, en önnur þeirra
hljóta einvörðungu innstæður hjá sam-
tökunum. ... Þótt Alþjóðlegu þróunarsam-
tökin séu persóna að lögum með eigin
fjárráð, eru þau nátengd bankanum. Aðild-
arlönd að bæði bankanum og samtökunum
hafa hina sömu stjórnarnefndarmenn í báð-
um. Forseti bankans er ex ojficio forseti
Alþjóðlegu þróunarsamtakanna og starfs-
lið bankans vinnur jöfnum höndum sem
starfslið samtakanna.“ (Bls. 4—5).
Alþjóðlegu þróunarsamtökin hafa fylgt
í fótspor bankans um lánveitingar. Um-
sóknir um lán hafa þau metið á mælikvarða
bankans. Og að hætti bankans hafa þau
haft hönd í bagga um framkvæmdir, sem
þau lána fé til. Samtökin krefjast einnig
ríkisábyrgðar á lánum sínum. Hins vegar
eru lánsskilmálar samtakanna vægari en
bankans. Og þau geta hliðrar þeim til, eins
og efni og ástæður lánatakenda segja til.
Þá einskorða samtökin ekki lán sín við
erlendan tilkostnað framkvæmda, heldur
veita einnig lán til greiðslu á innlendum
tilkostnaði þeirra.
Alþjóðlegu þróunarsamtökin höfðu veitt
alls 77 lán, að upphæð $ 1.088 milljónir,
þegar liðið var fram á mitt ár 1965. Sam-
tökin hafa að jafnaði veitt lán til 50 ára
og með lágum vöxtum og að auki með 10
ára upphaflegum greiðslufresti. Sakir þess-
ara vægu lánaskilmála hafa þau hvorki
getað framselt skuldaviðurkenningar sínar
né gefið út verðbréf, þótt þau hafi heimild
til hvors tveggja. Þau urðu þess vegna að
leita til auðugra aðila sinna árið 1963 um
ný framlög, að upphæð $ 750 milljónir.
Bankinn hefur einnig lagt samtökunum til
tvö framlög, að upphæð $ 50 og $ 75 millj-
ónir.
xiii. Lánveitingar bankans 1951—1965
Fram til miðs árs 1965 námu lánveit-
ingar Alþjóðlega bankans og dótturstofn-
ana hans tveggja alls nálega $ 10 milljörð-
um. Á eigin reikning hafði bankinn veitt
424 lán til 77 Ianda, að upphæð S 8.9 millj-
201