Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Blaðsíða 47
Lýst er eftir Pétri Péturssyni verkamanni
Myndin, sem dregin er upp á nútímasviði sögunnar, sýnir þær geysi-
legu breytingar sem orðið hafa í samfélaginu. Á þeim tveim áratugum,
sem hafa liðið, hefur iðnvæðingin haldið innreið sína og velmegun auk-
ist. Starf verkalýðshreyfingarinnar er í fösmm skorðum og hefur lagað
sig að ríkjandi þjóðskipulagi eins og fram kemur í orðum yfirstéttar-
innar um óánægða verkamenn.
Þeir hafa sína menn til að standa í kjarasamningamakkinu fyrir sig og
segja þeim hvenær þeir eiga að samþykkja og hvenær þeir eiga að fara í
verkföll. Þeir fá sína lýðræðislegu tilsögn um hverja þeir eiga að kjósa...
(113)
Nú er nóga vinnu að fá. Með því að leggja nótt við dag — vinna allt
að því tólf tíma á dag — gemr verkamaður eins og Pétur eignast alls konar
þægindi eins og eigið hús og bíl.
Hugmyndafrœdi fortíðarsviðsins
I upphafi er allt til vegna lítils drengs —
Heimur bernskunnar er séður með augum drengsins. Hann er sá mið-
depill sem allt annað snýst um. Umhverfið sér fullkomlega fyrir þörfum
hans. Hver meðlimur fjölskyldunnar miðlar honum einhverju.
Afi kennir honum að borða hákarl og reyktan magál. Og amma gefur
honum guð og annan himin, sem er yfir himninum, sem er yfir öllu sýni-
legu. Þannig kemur guð einnig og tekur á sig mynd í hug lítils drengs,
mynd foreldra hans. Mynd mömmu, þegar hann er einn og þarfnast hjálp-
ar, mynd pabba, þegar eitthvað er rangt, sem drengur hélt að væri rétt.
(40)
Auk hinna fjölbreyttu samskipta Péturs við mannfólkið er hann í nán-
um tengslum við náttúruna. Hann kynnist lögmálum hennar milliliða-
laust, t. d. þegar heimalningnum er slátrað og í tali um látið fólk. Læk-
urinn verður honum tákn hringrásar lífsins, strengurinn undir holbakk-
anum verður í huga hans „dauðinn í lifandi vatninu" (bls. 59). En þótt
með dauðanum sé komið afl inn í tilveru drengsins sem jafnvel þeir
fullorðnu ráða ekki við, þá á hann sér afdrep þar sem lögmál náttúrunnar
mega sín einskis, ímyndaða veröld sína undir skemmuvegg þar sem hann
er eini löggjafinn. I þeirri veröld leysast þverstæður raunveruleikans upp
157