Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Blaðsíða 70
Tímarit Máls og menningar
lega rökrétt framhald gamla tímans. Tækniframfarirnar hafa aukið arð-
ránsmöguleika eignastéttarinnar og hugmyndafræðileg innræting hefur
séð um snurðulitla framkvæmd arðránsins.
Pémr á þess vegna ekki undankomu auðið úr þeirri veröld hlutgerv-
ingar og gerviþarfa sem hann ætlaði að flýja. Hann hittir hana fyrir
þegar hann vill leggja blóm á leiði móður sinnar og ekkert er í boði
nema gerviblóm „stíf, köld og sjálfum sér nóg í lífleysi sínu“ (bls. 191).
Þá ákveður hann að berjast nú í þetta skipti og ræðst á plastblómin en
auðvitað er þessi árás á gerviveröldina dæmd til að misheppnast. Það
em reyndar mennirnir sem skapa þjóðfélagið og auðvaldið sem mótar
framleiðsluna og þangað verður sá að beina skeytum sínum sem vill breyt-
ingu.
Lokaorð
Lokakaflinn „Akallið" er nútímasvið sögunnar í hnotskurn. Þar er
saga Péturs Péturssonar séð í víðara samhengi og nær til hins almenna
verkamanns í iðnvæddu auðvaldsþjóðfélagi nútímans. Hér er glímt við
þema bókarinnar, firringu og hlutgervingu, í knappara formi og ákafar
en áður og þemað klætt úr raunsæislegum búningi staðar, nafngreindra
persóna og áþreifanlegra atburða. Þess í stað er talað í myndum, t. d.
þar sem snigillinn með húsið sitt á bakinu táknar verkamanninn sem
þræl þarfa sem auðvaldið hefur skapað til þess að halda honum föngn-
um.
Sem dæmi um hlutgervingu og misþyrmingu mannlegra eiginleika er
rakin staða kynhvatarinnar í þjóðfélaginu. í iðnvæddu auðvaldsþjóð-
félagi með verkaskiptingu á háu stigi hefur vinnandi maður enga yfir-
sýn yfir vinnu sína né áhrif á framkvæmd hennar frekar en væri hann
lífvana verkfæri. Sköpunarþörf og tilfinningar hans fá ekki útrás í
vinnunni. Það eina sem vinnan veitir verkamanninum er peningar til
að kaupa fyrir þá hluti sem hann hefur sjálfur framleitt á hærra verði
en það kostaði að búa þá til. Þess vegna er maður...
... leiður og slappur eftir langan vinnudag, getur ekki sofið, þarf að losna
við eitthvað.
(197)
Tilfinningar og hvatir, sem hafa verið bældar yfir daginn, leita útrásar
og þeim er öllum veitt í einn farveg. Það kemur í hlut kynhvatarinnar
180