Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Page 79

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Page 79
Ný, en þó gömul leiklistarlög hæstvirtir þingmenn flani að neinu. Það er verið að lögfesta að ísland skuli vera a. m. k. 20 til 25 árum á eftir tímanum. En hvað er þá að þessum lögum? Hvað í þeim er úrelt? Jú, í þeim er gert ráð fyrir óbreyttu ástandi. Þ. e., við höfum næga leiklist í land- inu og breytinga er ekki þörf. Það er hvergi gert ráð fyrir aukinni starf- semi atvinnufólks. Það eitt að setja lög sem gera ekki ráð fyrir breyt- ingu eða þróun, og gildir þá einu um hvað þau fjalla, er furðuleg skamm- sýni. Það er sama og gera ráð fyrir að fullkomnun sé náð. Það eru afmr- haldslög. Vissulega er hægt að breyta lögum, en það sparar bæði tíma og peninga að þau séu ekki úrelt áður en þau eru sett. Margir munu sjálfsagt segja sem svo að þrjú atvinnuleikhús sé nóg í ekki stærra landi. En þá má spyrja hvers þeir eigi að gjalda sem ekki eiga aðgang að þeim. Það er ljóst að með núverandi rekstrarfyrirkomu- lagi Þjóðleikhússins getur það aldrei efnt til leikferða um landið nema á sumrin, en þá á starfsfólkið rétt á sumarfríi. Og þó Þjóðleikhúsið færi í leikferð á hverju sumri (sem það gerir ekki) og reyndi þannig að koma' til móts við skattgreiðendur (og fjölskyldur þeirra) um land allt er það aldrei nema lítið brot af starfsemi hússins sem dreifbýlis- fólki gefst kostur á að sjá, nema með ærnum kostnaði og fyrirhöfn. Leikfélagi Reykjavíkur ber engin skylda til að ferðast með leiksýningar, en gerir það þó oftast, en heldur ekki nema með eina á ári. Sama gildir um Leikfélag Akureyrar. Hvað nú ef allt það fólk sem sjaldan eða aldrei á þess kost að fara í leikhús (þ. e. atvinnuleikhús) fer að krefjast þess að fá sitt eigið leik- hús? Til þess hefur það sama rétt og þeir þegnar þjóðfélagsins sem búa nálægt atvinnuleikhúsunum þremur. Þessi lög koma í veg fyrir að leikhús, sem t. d. þjónaði öllum Austfjörðum, verði til einhvers staðar fyrir austan og sama gildir um Vestfirði. Þarna eru til félagsheimili á flestum stöðum svo ekki þarf húsnæðisskortur að hindra. Er áhuga- mennskan fullgóð handa þessu fólki? Ef svo er, því þá ekki fyrir Reyk- víkinga? Þegar verið var að reyna að berja í gegn sér fjárveitingu fyrir Leikfélag Akureyrar, en það tók mörg ár, var þeim rökum oft beint gegn þeirri fjárveitingu að þá kæmi skriðan á eftir. Þessi og hin byggðarlög færu að heimta sitt leikhús. Er það einhver goðgá? Auðvit- að kostar það peninga en það gerir það líka í Reykjavík og á Akureyri. Það kostar líka peninga að reka tónlistarskóla. Samt eru þeir til víða um land og fjölgar stöðugt, svo eitt dæmi sé tekið. Getur músíkalskt fólk 189
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.