Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Blaðsíða 108
Tímarit Máls og menningar
að tala. Sköpunargáfan er metin með
hliðsjón af mælanlegum árangri henn-
ar. Höfundur segir svo: „A sviði tækni
og raunvísinda sannar eða afsannar
árangur sköpunarviðleitninnar gildi sitt
oftast ótvírætt og er rannsóknarmönn-
um að því nokkur stuðningur. Sköpun
á sviði orðlistar, tónlistar og myndlistar
leiðir ósjaldan til tvíræðs og umdeilan-
legs árangurs, sem á viðurkenning sína
undir tímabundnum sveiflum fegurðar-
mats og jafnvel lægri sjónarmiðum."
Þegar sköpunargáfuhugtakið hefur
þannig verið þrengt, er ekki að undra
þótt samsvörunin við greind verði mik-
il. Höfundur virðist taka þessa þreng-
ingu sem sjálfsagðan hlut, sbr. eftir-
farandi niðurlagsorð hans í 15. kafla:
„Er frumleg sköpunargáfa virk á hvaða
vitsmunastigi sem er, sjúklegur van-
þroski vitaskuld undanskilinn? Ekki er
mér kunnugt um vísindalegar forsend-
ur, sem unnt væri að draga af óyggj-
andi ályktanir um þessa ráðgátu. Merkir
sálfræðingar sem fullyrða hiklaust að
frumleg sköpunargáfa sé hverjum manni
ásköpuð og eðlislæg, játa þó að ekki
verði færðar sönnur á þetta hjá fólki
með mjög lágþróaða greind vegna þess,
að það hafi engin vitsmunaleg tök á
að sýna hana í orði eða verki. Þessi
játning er þung á metunum, því að
það er einmitt eðli frumlegrar sköpun-
argáfu að uppgötva og skapa og tjá
sig þannig í sköpunarverkum sínum.
Meðan engin slík ferli finnast hjá lág-
greindu fólki, verður fullyrðingin, að
frumleg sköpunargáfa sé öllum mönn-
um eðlislæg líkt og málgáfan, að skoð-
ast sem fremur ósennileg tilgáta. Eg
leyfi mér að geta þess, að ég hef rann-
sakað greindarþroska mikils fjölda barna
og unglinga, bæði hjá óvöldum hópi,
þ.e. tilviljunarkenndu úrtaki einstakl-
inga af öllum greindarstigum, og auk
þess hjá allfjölmennum hópi tornæmra,
en þó skólahæfra einstaklinga. Þessar
rannsóknir benda eindregið til þess, að
með mjög lággreindu fólki bærist eng-
in frumleg sköpunargáfa. Flesta þá þætti
bæði í skapgerð og vitsmunum, sem eru
forsenda og auðkenni frumlegrar sköp-
unargáfu, skortir átakanlega hjá lág-
greindu fólki. Háþróaðri greind fylgir
aftur á móti sjálfgleymin einbeiting að
viðfangsefninu og mjög oft ólgandi
ímyndunarafl og samsvarandi sköpunar-
gáfa, þó að hitt beri einnig við, að
einstaklingar gæddir ágætri greind, víki
sem minnst frá viðurkenndri þekkingu
og auðsönnuðum raunveruleik."
Síðustu þrír kaflar bókarinnar, sem
f jalla um eflingu á sköpunargáfu, eink-
um í skólastarfi, hvíla á þeim skilningi,
sem fram kemur í framangreindri til-
vitnun.
Nú er í sjálfu sér einungis gott eitt
um það að segja, að reynt sé í skóla-
starfi að rækta og ýta undir vitsmuna-
legan sköpunarmátt hjá vel gefnum
börnum og unglingum. Og það er vissu-
lega bæði satt og rétt, sem höfundur
segir, að „þessi þáttur vitundarlífsins
hefur verið vanræktur i fræðslu- og
uppeldisstarfi skólanna." Hugmyndir og
tillögur þeirra fræðimanna, sem höf-
undur skýrir frá eru og margar hverjar
hinar gagnlegustu, og þá ekki síður vel-
yfirvegaðar leiðbeiningar hans sjálfs. Er
þetta vissulega holl lesning fyrir marga.
En þar með er ekki sagt að vísindaleg
sköpunargáfa sé hið sama og frumleg
sköpunargáfa í heild sinni (á þá skoð-
un virðist mér höfundur kominn í síð-
ari hluta bókar, þó að það stangist á
við það sem er að finna í fyrri hluta).
Hún er hluti hennar, og raunar sá
hlutinn, sem hinar tæknivæddu iðnaðar-
218