Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Blaðsíða 6

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Blaðsíða 6
Tíviarit Máls og menn'tngar Baráttuhreyfing gegn heimsvaldastefnu Á þriðja þingi Víetnamnefndarinnar á íslandi 4. júní s.l. var ákveðið að leggja nefndina niður en stofna í hennar stað ný samtök: Baráttuhreyfingu gegn heimsvaldastefnu. Lög og stefnuskrá þessarar nýju hreyfingar voru samþykkt á þinginu. í stefnuskránni segir m. a.: „Baráttuhreyfing gegn heimsvaldastefnu (BGH) er samstöðuhreyfing með baráttu kúgaðra þjóða og alþýðu hvarvetna. Höfuðandstæðingurinn í þessari baráttu er heimsvaldastefna Bandaríkjanna og tengdra ríkja. BGH styður því baráttuna fyrir afnámi herstöðva á íslandi og úrsögn íslands úr Atlantshafsbandalaginu.“ Skipulag Víetnamnefndarinnar var orðið henni slíkur dragbítur að löngu var orðið tímabært að breyta því. Með því að gera hana að liðsmannasamtök- um og útvíkka verkefnasvið hennar hefur nú skapast vettvangur fyrir alla þá er starfa vilja að samstöðumálum. í þessu síðastnefnda felst einkum þrennt: 1) að kynna sér og öðrum heimsvaldastefnuna og það ástand sem hún skapar í hinum ýmsu heimshlutum, 2) að sýna í verki samstöðu með kúgaðri alþýðu þróunarlandanna, og 3) að sýna fram á þá staðreynd að við eigum líka í höggi við heimsvaldastefnuna í baráttu okkar gegn herstöðvum og erlendri stóriðju á íslandi, þ. e. að við eigum samleið með alþýðu annarra landa. Ætlunin er að hreyfingin starfi á grundvelli starfshópa, er skipti með sér verkum og fjalli hver hópur um ákveðið heimssvæði eða svið (t. d. ákveðinn þátt heimsvaldastefnunnar). Nú þegar eru starfandi tveir hópar: Afríkuhópur og Suður-Ameríkuhópur. Þeir stefna báðir að því að koma upp leshringum fyrir haustið og fá þannig inn nýja félaga. Einnig er hreyfingin opin þeim sem hug hafa á að stofna hópa um einhver ákveðin svið. Eitt meginviðfangsefni hreyfingarinnar er og verður útgáfa tímaritsins Samstöðu. Samstaða er tímarit um alþjóðleg málefni og tilgangur þess er fyrst og fremst sá að útskýra bakgrunn þeirra viðburða sem hæst ber í frétt- um frá þróunarlöndunum. Ekki mun af veita, svo ófullkomin og tilviljana- kennd sem sú fréttaþjónusta er sem hér ríður húsum að öllum jafnaði. Nýr ritstjóri tekur við Samstöðu frá og með næsta hefti: Einar Örn Stefánsson. Samstaða mun koma út þrisvar til fjórum sinnum á ári að minnsta kosti. Af henni hafa þegar komið út þrjú hefti síðan hún var endurvakin í fyrra. Aðstandendum BGH þykir stefnuskrá hreyfingarinnar nægilega sveigjanleg til þess að undir hennar merki geti starfað fólk með hin ólíkustu viðhorf. Engu að síður kom það í ljós á þinginu að sumir vinstrisinnar eru komnir svo langt til vinstri að þeir virðast lentir hægramegin, óvart. Þeirra höfuð- andstæðingur er ekki „heimsvaldastefna Bandaríkjanna og tengdra ríkja“, ekki 116
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.