Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Blaðsíða 38
Tímarit Máls og menningar
hafi borist mótmæli frá 59 félögum fyrir 24. mars. „Æði mikið skortir
á að mótmæli hafi borist frá „flestum bæjum og félögum“ segir Páll
Heiðar og viðurkennir þó að hann viti ekki hvað kunni að hafa borist
eftir 24. mars (bls. 180—81).
Talsvert mál er um þann atburð þegar lögregluvörður meinaði Lúðvík
Jósepssyni aðgang að þinghúsinu 29. mars af því að varðmenn þekkm
hann ekki sem þingmann. Meðal annars er vitnað í bréf frá Einari
Olgeirssyni þar sem segir að lögreglumenn hafi lagt hendur á Lúðvík.
Við það bætir Páll Heiðar: „... og er það raunar enn ein útgáfan —
þar sem hvergi kom fram í máli Lúðvíks, að „hendur hefðu verið lagð-
ar á þingmanninn“.“ (Bls. 179). En aðeins tveim blaðsíðum fyrr hefur
verið vitnað í þingræðu Lúðvíks þar sem segir: „Þar var tekið á móti
mér af nokkrum lögregluþjónum og ég fangaður.“
Loks má nefna frásögnina af útrás hvítliðasveitarinnar úr alþingis-
húsinu 30. mars. Páll Heiðar segir: „Nokkurs tvískinnungs gætir í
skrifum Þjóðviljans um þá varaliðsmenn, þar sem þeim er ýmist lýst
sem „blóðþyrstum hvítliðaskríl“ eða „ragmennum“, sem lögðu á flótta
strax og á móti var tekið.“ (Bls. 244). Eg fæ ekki betur séð en
þessi lýsing eigi nákvæmlega við liðið eins og Páll Heiðar hefur sjálf-
ur lýst því með hjálp heimildarmanna sinna á næstu blaðsíðum á und-
an, þegar þess er gætt auðvitað að Þjóðviljinn notar orð í sterkara lagi.
„... ljóst er að viðbrögð einstakra varaliðsmanna voru mjög mismun-
andi“, segir höfundur sjálfur (bls. 236—37). Heimildarmenn sem ekki eru
rengdir segja að þeir hafi gengið „geysilega harkalega fram“. „Þeir
börðu hvað sem fyrir var“. Orn Clausen, sem verður víst ekki sakaður
um að draga taum kommúnista, segir: „Maður sá náttúrlega ýmislegt
— ...“ (Bls. 236). Um hræðslu varaliðsmanna má benda á frásögn
Jóhannesar Proppé (bls. 235) sem er of löng til að taka hana upp hér.
Eða orð Torfa Jónssonar lögregluþjóns: „... þeir voru alveg dauðhrædd-
ir greyin — og ég held að þeir hafi ekki gert sér grein fyrir því hvað
fyrir höggunum varð-----------.“ (Bls. 237). Mér er spurn: Hver er svo
tvískinnungur Þjóðviljans?
Þetta kunna að virðast smáatriði, en samt er þessi leynilögregluleik-
ur hlutleysisbrot í að minnsta kosti þrennum skilningi. I fyrsta lagi eru
sósíalistum gerðar upp rangfærslur þegar þeir fóru í rauninni rétt með.
I öðru lagi er lesandinn látinn dveljast langtímum saman við ónákvæmni
og ýkjur í málflutningi sósíalista, en sams konar hlutum hjá andstæð-
148