Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Blaðsíða 104
Tímarit Máls og menningar
um landið. Slíkum hlutum reyna menn
að gleyma, bæla þá niður. En þetta
er ein hliðin á íslenskri sveitamenn-
ingu. Og kannski skiljum við ekki þær,
sem bjartari voru, nema muna eftir
þessari líka.
Tryggvi byrjar frásögnina á því að
gera grein fyrir uppruna foreldra sinna
og æviskeiði, einkum rekur hann nokk-
uð rækilega sögu föður síns, og raunar
föðurmóður líka. Mikill fróðleikur og
aldarfarslýsing felst í þeirri sögu. Það
segir sína sögu um þjóðfélagsaðstæður
að atgervismaður, eins og Emil Peter-
sen virðist hafa verið, með búfræðings-
mennmn skyldi verða að lúta að svo lágu
fyrir sig og börn sín sem raun bar vitni.
Ekki skortir neitt á sonarlega ræktar-
semi Tryggva en þó leynir sér ekki að
honum finnst faðirinn hafa gefist upp
gagnvart öllu því mótlæti sem yfir hann
hafði gengið. Ekki dæmir hann föður
sinn fyrir þetta heldur finnur skýring-
arnar í kjörum og aðstæðum, ekki síst
í þeim atburði er foreldrar hans urðu
að hrekjast burt úr Borgarfirði, þar sem
þau hefðu bæði viljað vera, og síðan
í dauða móðurinnar, Þuríðar Gísiadótt-
ur, frá mikilli ómegð. Kannski forlaga-
trú hafi átt þátt í að draga kjarkinn úr
Emil eða sætta hann við örlög sín.
Eftir því sem líður á sögu Tryggva
og honum eykst vitund og skilningur
á því sem í kringum hann gerist verður
frásögn hans persónulegri og eftirminni-
legri. Honum hefur tekist prýðilega að
flétta saman annars vegar lifandi og
fjörlegum lýsingum á ytri aðstæðum og
atburðum, vinnubrögðum þess og hugs-
unarhætti, en hins vegar endursköpun
sinna eigin viðbragða og tilfinninga á
barns- og unglingsaldri. Það er einmitt
í samfléttun þessara tveggja meginþátta
og samvirkni sem gildi bókarinnar er
umfram allt fólgið.
Frásögn Tryggva rís af grunni svo
nefndrar þjóðiegrar íslenskrar frásagn-
arlistar. Einhvers staðar að baki þeirri
list býr hin munnlega frásögn af minn-
isstæðu fólki og atburðum en um langt
skeið hefur hún verið ritlist fyrst og
fremst og fengið af því mörg einkenni.
Tryggvi kann vel að fara með hefð-
bundin minni þessarar listar svo sem að
segja frá erfiðum ferðalögum og yfir-
náttúrlegum viðburðum. Einkum er eft-
irtektarvert hve haglega hann fléttar
náttúrulýsingar inn í frásagnir sínar.
Slíkt efni er vandmeðfarið þar sem
því hættir til að gera frásögnina of
ljóðræna og svifaseina en þeirra galla
gætir ekki að neinu marki hér. Hins
vegar fer Tryggvi í minningum sínum
langt út fyrir þau mörk sem þjóðlegri
frásagnarlist eru venjulega sett. Það er
einkum í lýsingum á átakanlegri reynslu.
Mætti nefna tii mörg dæmi en ég held
mér sé eftirminnilegust frásögnin um
Emilíu hálfsystur hans og samskipti
þeirra þann tíma sem hún lifði. Hér
eins og víðar tekst Tryggva að fjalla um
mjög persónulega og átakanlega reynslu
á opinskáan hátt án þess að væmni
gæti í frásögn hans eða lýsingum. Ann-
ar þáttur sem mér finnst sérstaklega vel
gerður er lýsingin á því hvernig Tryggvi
lifir og þroskast í eigin hugarheimi á
árunum á Gili, þeim áhrifum sem nátt-
úran og athugun á lífi dýranna hefur á
hann.
Stíll Tryggva er fremur skrúðmikill
og hæfir það vel þeim þunga sem víðast
býr undir frásögninni. Greinilegt er að
Tryggvi vandar mjög stíl sinn og mál-
far og er ekki einn þeirra höfunda sem
jafnan velja það orðatiltæki sem fyrst
leitar í pennann. A stöku stað hefur
214