Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Blaðsíða 18

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Blaðsíða 18
Tímarit Mdls og menningar því að verkefni þess eru mörg og stór. Þegar litið er til baka, sýnist sá vandi, sem á sínum tíma varð hvatinn að stofnun Máls og menningar, hafa verið næsta smár borið saman við þann, sem nú blasir við. Auk þess sem alvarlegar hættur steðja að þjóðinni í pólitískum og efna- hagslegum efnum, á forn menningarhefð hennar líka í vök að verjast. í kjölfar heimsstyrjaldanna tveggja hefur fylgt kreppa á menningar- sviði á vesturlöndum og þó miklu dýpri eftir hina síðari. En um Island er sá munurinn, að eftir fyrri heimsstyrjöldina færðist ný gróska í bók- menntirnar, svo að þær risu í nýja hæð, en hins vegar hefur síðari heims- styrjöldin greinilega haft lægð í för með sér. Enda þótt ýmis ágæt skáldverk hafi komið fram eftir stríð, er hitt þó meira einkennandi, hve sú kynslóð, sem mótaðist á stríðsárunum og eftir þau, virðist fálm- andi og eiga erfitt með að finna sjálfa sig. Hún er alin upp í skugga atómsprengjunnar, og við henni blasir mengun, sem tortíma mun heim- inum með sama áframhaldi. Eldri kynslóðin kann engin ráð við þess- um hættum eða virðist í öllu falli vanmegnug að mæta þeim. Yngri kynslóðin kann ekki heldur nein ráð. Henni stendur ógn af þeim heimi, sem hún á að erfa. Enginn getur láð henni, þó að hún ei æpi eftir nót- um. Það er vanrækslusynd Máls og menningar eða andvaraleysi að ræða ekki við hana vandamál hennar í stað þess að klappa henni á kollinn. Og þó er ekki úrhættis enn. Kristinn E. Andrésson minntist oft á Fjölni og Fjölnismenn, er hann vann að því að reisa nýtt bókmenntafélag. Honum var ofarlega í huga, að hið nýja félag yrði verðugur arftaki Fjölnismanna. Ekki smátt hugsað. Hann vildi brjóta ungum snilldarhöfundum, sem fáir lásu, leið til þjóðar- innar. Hann dreymdi um, að Mál og menning yrði hvati að nýju bók- menntasumri, þar sem saman færi rækt við forna hefð og veður af heimsbókmenntum samtíðarinnar. Kristinn gekk sjálfur fyrstur fram fyrir skjöldu, sannfærður um, að hans bókmenntamat væri rétt. Hann lagði alúð við hin grænu trén, en hjó kalviði óvægilega. Margir kveink- uðu sér, og aðrir risu öndverðir. Það stóð mikill styr um Kristin Andrés- son. En hans grænu tré reyndust græn. Það er þegar orðin saga, að íslenskar bókmenntir náðu einum af sínum tindum um miðbik tuttug- ustu aldar og reyndar ekki aðeins hvað varðar einstaka snillinga, heldur líka fjölbreytileik. í þessu átti Kristinn drjúgan þátt, og þar var hann í bland við Fjölnismenn. Jónas Hallgrímsson var ónotalegur við Sigurð Breiðfjörð, einum um of, segjum við nútímamenn, en gagnrýni hans 128
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.