Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Blaðsíða 94
Tímarit Máls og menningar
Með öðrum orðum: það sem skortir er gagnrýni á stalínismann frá
vinstri?
Sú gagnrýni kemur frá kínverjum en hún er þannig sett fram að
evrópumenn eiga bágt með að skilja hana. Það stafar af því að gagn-
rýni þeirra er sett fram og túlkuð hér af ákveðnum ml-hópum sem túlka
hana á mjög einhæfan hátt þar sem höfuðáherslan er lögð á að verja
Stalín persónulega. En hvað er stalínisminn? Hann er ákveðin aðferð
við að þróa Sovétríkin þar sem áhersla er lögð á iðnvæðingu eftir vest-
rænni forskrift — eini munurinn er að hún byggist á ríkisrekstri en ekki
einkarekstri. Ríkiseftirlit með fjárfestingum, lánapólitík o. s. frv. er vita-
skuld ekki það sama og einkakapítalismi. En menn lifðu í ýmis konar
blekkingum hvað snerti árangur þessarar iðnvæðingar. Því var trúað að
þegar búið væri að koma upp miklum iðnaði — fyrsta þróunarstigi væri
náð, — yrði hægt að snúa sér að öðrum áfanga — þá var röðin komin
að félagslegri framþróun. En hún lét standa á sér. Og því verða menn
að spyrja sjálfa sig: af hverju varð hún ekki?
Kínverjar hafa gefið sitt svar við þessari spurningu, bæði með gagn-
rýni sinni á kenninguna um framleiðsluöflin og með sínu eigin fordæmi
þar sem þeir hafa sýnt fram á að hægt er að þróa þjóðfélagið á annan
hátt. Aður hafði það verið viðtekin sannfæring í verkalýðshreyfingunni
að ákveðin tegund iðnvæðingar, vísinda, tækni og þekkingar væru hlut-
laus fyrirbæri sem nota mætti jafnt til að auka gróða einstaklinga í
auðvaldsþjóðfélagi sem til góða fyrir þjóðfélagsheildina í sósíalísku þjóð-
félagi. En í reynd eru þessi fyrirbæri ekki hlutlaus.
Nú held ég því ekki fram að Kína sé eitthvert lýsandi fordæmi, en
þar er að finna tilraun til róttækrar umsköpunar, tilraun sem sýnir
fram á að þessi aðferð gengur ekki. Að jafnhliða verður að framkvæma
þjóðfélagsbreytingar sem ryðja brautina fyrir þann hluta af framkvæmd
kommúnismans sem lýtur að útrýmingu kúgunar, og gerir okkur kleift
að upphefja andstæðurnar milli líkamlegrar og andlegrar vinnu, milli
þéttbýlis og dreifbýlis, milli þróaðra og vanþróaðra sviða þjóðlífsins.
Það er því til gagnrýni á stalínismann frá vinstri en hún er ekki
viðurkennd af kommúnistaflokkunum. Það stafar ekki af vanþekkingu
þeirra á reynslu Sovétríkjanna heldur af því að þeir draga aðrar ályktanir
af henni. Niðurstöðurnar, sem þeir komust að eftir uppljóstranirnar á
stalínismanum á 20. flokksþinginu 1956, eru þær að byltingin sé of
kostnaðarsöm, að betra sé að reyna að endurbæta ríkjandi kerfi, gera
204