Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Blaðsíða 26

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Blaðsíða 26
Tímarit Máls og menningar margt af þessum „æskuvinum“, og alltaf voru að bætast nýir og nýir í hópinn, hafi verið úr hólum eða klettum þarna í kring eða sprottnir upp úr skóginum, a. m. k. var háttalagið eitthvað einkennilegt. Það er að vísu einkenni nútíma æsku að hendast í bílum um allar trissur og leita uppi alla dansleiki fjær og nær, en útreiðartúrar þar á ofan um nætur og skógardans fram undir morgun er eitthvað af öðrum toga, og það var eins og lifað væri í annarri veröld og öðrum ham eða annarri til- veru um nætur, og einlægt með viðkvæðinu: nóttin var svo fögur! Þetta varð til að setja fyrir okkur bæði nótt og dag á annan endann, og við vissum hvorki upp né niður í stundum sólarhringsins fremur en byggð- inni sjálfri. Eini fastapunktur tilverunnar var ísfirski verslunarstjórinn, véfréttin á staðnum næst loftvoginni, svaf sínar tólf stundir þar til sól steig á Hádegistind, en eina nóttina var hann strokinn og gerður út leitarflokkur að honum. Þegar hann kom loks í leitirnar voru settar fyrir hann krásir úti á hóteli og slátrað alikálfi eins og í biblíunni. En eftir þetta var enginn fastur punktur á Hallormsstað, og við gátum búist við að jafnvel Hádegistindur yrði horfinn einn morguninn. En við áttum eftir að reyna fleira, enda löngu hætt að láta okkur dreyma um frið og ró. Næst er það að góðkunningi okkar, Sigurður Blöndal, einn af óþrjótandi varaþingmönnum stjórnarflokkanna, skóg- ræktarfrömuður og lögfræðingabrjótur eins og frægt er, tók okkur í nýja reisu einhverja óraleið inn í faðm öræfa og skínandi jökla í gróðursælar byggðir þar sem menn búa eins og í árdaga, eiga eina kú og örfáar blessaðar kindur og lifa í þeirri sælu sem Mývetningaskáld hafa best lýst, við einstaka hagsæld og veðurblíðu, algerlega utan við lög hins íslenska velferðarríkis, lausir við markaði, skattpíningu og ulla- bjakk, en drekka spenvolga mjólkina úr kúnni og eta spikfeitt nærandi kjötið af haustlömbunum, og eru sennilega utan við lögsögu þína. Þóra varð svo heilluð að ég þorði ekki annað en halda henni fast að mér og Sigurður hafði við orð að setjast þarna að, og yfir tók er við sáum flæða fram úr hinum djúpu dölum glitrandi ár í ótal kvíslum út eftir víðum grænum grundum. Við fegurð þessa og sveitasælu urðum við altekin þeim hátíðleik að við gengum til kirkju og upp að altari og handlék- um kaleik og kórmuni og virtum fyrir oss í dyrum þá undrasmíð sem vakið hefur aðdáun heimsins, og leiðsögumaður okkar, bóndi af bæ einum í dalnum, bar eins og Islands þúsund ár í svip og fasi. En ekki er öllu lokið með þessu. Nú áttum við sjálf eftir að kynn- 136
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.