Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Blaðsíða 84
Tímarit Máls og menningar
hans hálfdottandi: Ég hef horft í loft síðan snemma í morgun en
ekki séð neitt með lífi, og nú er farið að kvölda. Ég ætla að
hlusta á hríðina í nótt ef ég verð ekki of blundkær þegar mak-
indin koma á mig, einsog jafnan eftir góða máltíð. Það skiptir
raunar litlu hvort ég vaki eða sef, því tíminn líður jafn hratt
hvort sem er. Dagurinn hefur þotið hjá eins og hríðin; og er
það ekki merkilegt, að það skuli vera komið fram á kvöld!
ÁSTA O Hans, að þú skulir vera svona fortapaður frá mér!
hans Kannski sé ég hrafn einhvern daginn. Hugsar sig lengi um: Hann
mundi ekki spilla ró minni, þótt ég yrði miður mín ef einhver
maður léti sjá sig, og þá mundi jökulferðin horfin út í blá. Það
er nóg um hótel á hinum jöklunum, en þau eru bara svo kynt,
því miður, að jöklarnir sjálfir hverfa hver á eftir öðrum; svo hvar
verður hægt fyrir ykkur þarna að vera ein að hugsa í komandi
framtíð?
Ásta Æ, vertu ekki að hugsa um það Hans, en hugsaðu um hve þú
ert tapaður, lángt í burt!
hans Æijá, ég þrái þessa einveru og frið með tónlistinni. Þess vegna
er unaður á jöklum. Svo að hér er ég í stað þess að vera þarna
niðri í geislavirkri borgarsvækjunni. Eitthvað annað að vera hér
en þarna niðri í stöðugu veislupjattinu. Hríðarnar í fullu fjöri nótt
sem nýtan dag.
Ásta Ferðu ekki bráðum að koma? I alvöru að tala? Ertu enn á
jökulskallanum? Erm bara ekki að skrökva Hans? Ég sé þig
ekki fyrir hríðum.
hans lítur niður á strönd: Hér er ég. Orgelrödd: Hér mun ég verða.
Djúpraddaður: Lifa hér. Þurr hassi: Frjósa. Sýngjandi: Hve gam-
an að vera úti í náttúrunni! Ég er svo alveg hissa! Barkraddaður
strigabassi: Viltu lofa mér einu?
Ásta Já. Ætli það ekki.
hans Að segja engum frá.
asta hrœdd: O! A ég að vita af þér frjósa við jökulskallann og eng-
um segja frá!
hans Já. Segja engum frá, né benda upp á jökul.
ÁSTA Hans!
hans Já eða nei!
ÁSTA Ég verð þá víst að gera það.
194