Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Blaðsíða 56
Tímarit Mdls og menningar
að hún skilji hann án orða. En skilningurinn er blekking. Þau eiga
ekki samleið í öðru en því sem snýr að algjörum einkamálum þeirra.
Þessar eru aðstæður Péturs þegar við skiljum við hann á fortíðar-
sviðinu. Hann er klofinn í tvær persónur: Annars vegar lifir hann hamingju-
sömu einkalífi, búinn að uppgötva „sannleik viðhaldsins eins og undur sem
enginn hefir uppgötvað áður“. Hins vegar á hann til þjóðfélagslega með-
vitund sem er einangruð og bæld og í andstöðu við það líf sem hann lifir.
Hugmyndafrœði nútímasviðsins
A þeim tuttugu árum, sem líða frá því við skiljum við Pétur nýbakaðan
föður og þar til þráðurinn er tekinn upp aftur, tekur samfélagið miklum
breytingum. Sveitasamfélagið, sem Pétur ólst upp í, var sjálfu sér nægjan-
legt um flesta hluti, framleiðslan var fjölbreytt og miðaði að því að
fullnægja þörfum fólksins. Þó var einhver hluti framleiðslunnar seldur
og vöruformið þess vegna ekki óþekkt. Skammt var í kaupstaðinn þar
sem verkafólkið seldi vinnuafl sitt fyrir peninga. Hlutgervingin,2 sem
fylgir því þegar hin beinu tengsl milli framleiðslu og neyslu eru rofin,
var þannig ekki óþekkt í bernskusamfélaginu. Þó var hlutgervingin á
lágu stigi þar sem takmark framleiðslunnar var að mestu eigin neysla.
Fólkið hafði yfirsýn yfir hin ýmsu stig framleiðslunnar og það kom í veg
fyrir að firringin yrði mikil. I kaupstaðnum var hlutgervingin á hærra
stigi en í sveitinni en verkalýðurinn var virkur í baráttunni fyrir bætt-
um kjörum, vakandi sem sérstök stétt og þess vegna ekki firrtur.
I kaflanum um fortíðarsvið sögunnar var bein tilvitnun höfð sem
fyrirsögn: I upphafi er allt til vegna lítils drengs. I umfjöllun um nú-
tímasviðið mætti snúa setningunni við því að nú virðist tilveran innrétt-
uð handa einhverjum öðrum en Pétri Pémrssyni verkamanni. — Auð-
valdsþjóðfélaginu hefur vaxið fiskur um hrygg. I frásögninni af bernsku-
samfélaginu er framleiðslu- og lífsháttum lýst beint. A nútímasviðinu
kynnumst við annars vegar umhverfinu, sem Pémr yfirgefur, og er frá-
sögnin þar öll í formi beinnar ræðu eða eintals sálarinnar. Hins vegar
fylgjum við Pétri á flótta hans. Sá hluti er sagður ýmist í annarri eða
þriðju persónu og fylgir Pétri nákvæmlega eftir þannig að hann er alltaf
í miðju frásagnarinnar. Þessir frásagnarhættir valda því að við kynnumst
2 Um hugtakið „hlutgervingu" vísast til áðurnefndrar greinar Vésteins Lúðvíks-
sonar.
166