Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Page 56

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Page 56
Tímarit Mdls og menningar að hún skilji hann án orða. En skilningurinn er blekking. Þau eiga ekki samleið í öðru en því sem snýr að algjörum einkamálum þeirra. Þessar eru aðstæður Péturs þegar við skiljum við hann á fortíðar- sviðinu. Hann er klofinn í tvær persónur: Annars vegar lifir hann hamingju- sömu einkalífi, búinn að uppgötva „sannleik viðhaldsins eins og undur sem enginn hefir uppgötvað áður“. Hins vegar á hann til þjóðfélagslega með- vitund sem er einangruð og bæld og í andstöðu við það líf sem hann lifir. Hugmyndafrœði nútímasviðsins A þeim tuttugu árum, sem líða frá því við skiljum við Pétur nýbakaðan föður og þar til þráðurinn er tekinn upp aftur, tekur samfélagið miklum breytingum. Sveitasamfélagið, sem Pétur ólst upp í, var sjálfu sér nægjan- legt um flesta hluti, framleiðslan var fjölbreytt og miðaði að því að fullnægja þörfum fólksins. Þó var einhver hluti framleiðslunnar seldur og vöruformið þess vegna ekki óþekkt. Skammt var í kaupstaðinn þar sem verkafólkið seldi vinnuafl sitt fyrir peninga. Hlutgervingin,2 sem fylgir því þegar hin beinu tengsl milli framleiðslu og neyslu eru rofin, var þannig ekki óþekkt í bernskusamfélaginu. Þó var hlutgervingin á lágu stigi þar sem takmark framleiðslunnar var að mestu eigin neysla. Fólkið hafði yfirsýn yfir hin ýmsu stig framleiðslunnar og það kom í veg fyrir að firringin yrði mikil. I kaupstaðnum var hlutgervingin á hærra stigi en í sveitinni en verkalýðurinn var virkur í baráttunni fyrir bætt- um kjörum, vakandi sem sérstök stétt og þess vegna ekki firrtur. I kaflanum um fortíðarsvið sögunnar var bein tilvitnun höfð sem fyrirsögn: I upphafi er allt til vegna lítils drengs. I umfjöllun um nú- tímasviðið mætti snúa setningunni við því að nú virðist tilveran innrétt- uð handa einhverjum öðrum en Pétri Pémrssyni verkamanni. — Auð- valdsþjóðfélaginu hefur vaxið fiskur um hrygg. I frásögninni af bernsku- samfélaginu er framleiðslu- og lífsháttum lýst beint. A nútímasviðinu kynnumst við annars vegar umhverfinu, sem Pémr yfirgefur, og er frá- sögnin þar öll í formi beinnar ræðu eða eintals sálarinnar. Hins vegar fylgjum við Pétri á flótta hans. Sá hluti er sagður ýmist í annarri eða þriðju persónu og fylgir Pétri nákvæmlega eftir þannig að hann er alltaf í miðju frásagnarinnar. Þessir frásagnarhættir valda því að við kynnumst 2 Um hugtakið „hlutgervingu" vísast til áðurnefndrar greinar Vésteins Lúðvíks- sonar. 166
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.