Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Blaðsíða 35

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Blaðsíða 35
Athugun á hlutdrcegni 73, 203, 230—31, 239). Víða er vitnað til andstæðinga aðildarinnar, bæði í Þjóðviljanum og þingræðum. Nokkrir þeirra eru meðal heimildar- manna og hefðu verið fleiri ef þeir hefðu verið samvinnufúsari við höfunda. Rökin gegn aðild eru rakin skipulega á tveim blaðsíðum (118—19). Býsna oft hlýtur þó málflutningur sósíalista að fara fyrir ofan garð og neðan hjá þeim lesendum sem ekki eru fyrirfram á þeirra bandi. Margir eru löngu orðnir algerlega ónæmir fyrir því orðbragði sem beitt var í stjórnmálaumræðu þessara tíma. Það er því ekki fallið til að ýta við nokkrum manni eða vekja til umhugsunar að grafa upp þrjátíu ára gamlar ræður og blaðagreinar og láta þær einar um að segja söguna. Stundum er talað um það sem sérstaka dyggð og ræktarsemi við hlut- leysi að „láta heimildirnar tala“. En þegar um samtímasögu er að ræða er sú aðferð oftast best til þess fallin að vdðhalda fordómum lesandans. Karl Marx sagði um sagnfræðinga síns tíma að þeir tækju upp sjálfs- blekkingu hvers tímaskeiðs og gerðu hana að sinni. Eitthvað slíkt kemur oft út úr því að segja söguna með bútum úr umræðu sögutímans. Límm til dæmis á ummæli Einars Olgeirssonar í umræðum um Marshallaðstoðina árið 1948 (bls. 29): „Hvað mundi koma næst á íslandi, þegar við þiggjum slíkar gjafir með því hugarfari, sem ríkisstjórnin vill skapa hjá þjóðinni? Eg er hræddur um, að það komi dálítið ákveðnari kröfur um herstöðvar og ennþá hatramm- ari framkvæmdir Ameríkumönnum í vil en þegar er orðið... við getum gert okkur í hugarlund, hvert verður svar þeirra manna í framtíðinni, sem nú búa íslenzku þjóðina undir að þiggja gjafir. Ætli maður heyri þá ekki talað um móðgun og óvináttu við Bandaríkin, þessa góðu þjóð, sem gefur góðar gjafir, ef við ætlum að dirfast að segja upp svona samningi [o: Keflavíkur- samningnum frá 1946] eða yfirleitt viðhafa einarðlegri framkvæmdir en við höfum hingað til gert gagnvart Ameríkumönnum? Nei, það á að beita okkur diplómatískum brögðum, þangað til við sættum okkur við ekki aðeins að segja ekki samningnum upp, heldur líka förum að ganga inn á enn þá meiri samninga.“ Höfundar birta þessi ummæli, en þeir stilla sig alveg um að vekja athygli á hver spádómsorð þau voru. Og jafnvel þrátt fyrir allt sem fjölyrt er í bókinni um þann fyrirvara íslendinga að hér yrði ekki her á friðartímum þá er hvergi ýjað að því að öll þau heit voru rofin að- eins tveim árum eftir inngönguna í bandalagið. Ekki er það þó af því 145 1 0 TMSI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.