Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Page 23

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Page 23
Hallormsstaðarbréf gerast æ tíðari viðburðir og það með dularfullu ívafi, dagarnir verða órólegir og eins fer að verða reimt um nætur, og við erum áður en varir dregin inn í leikinn. Það hefst með því að sjálfur húsbóndinn þeysir með okkur gandreið um hérað, fjalldali og firði, og á þessu ferða- lagi er eins og bresti öll tímans bönd, og við hættum að greina hvort þú ert að tala um þá sem nú lifa á bæjunum eða þá sem uppi voru fyrir þúsund árum eða aldirnar þess á milli, eða farinn að spá í framtíðina. Svo mikið er víst að sveitin varð eins og slegin einhverjum töfrasprota og aldirnar komnar á hræringu, og allt í einu eru bæirnir farnir að rekja sögu sína og byggðin að fyllast fólki frá ýmsum tímum, og ég hætti að greina að ailar þær raddir sem bárust í eyru og fór að leiða hugann að Lagarfljóts- orminum og líta yfir í Fellin til að fá einhverja jarðfestu, en hrökk upp við að þú segir, það var hingað að Mjóanesi sem Helgi fluttist eftir að hann missti fyrri konu sína er drukknaði í Þrælavík, og ekki veit ég hvort þú tókst eftir því, en ég setti upp sorgarsvip og hélt að þú værir að tala um nákomna ættingja og vissi ekki að við værum í fylgd með Helga Asbjarnarsyni er heygður var endur fyrir löngu. Upp úr þessu fór að magnast ágangur og aðsókn að staðnum og við komumst ekki hjá, hvað hlutlaus sem við vildum vera, að komast í snertingu við atburði og verða margra hluta vör, ýmist raunsannra að við höldum eða forneskjulegra og þjóðsagnakenndra. Við teljum það til að mynda raunverulegt að við höfum setið hjá þér að drykkju með aðal- eiganda Morgunblaðsins, konu hans og tengdaföður, ásamt Eiríki sjón- varpsstjörnu og gáfaðasta bónda héraðsins. En margt var áreiðanlega ekki með felldu. Við urðum til dæmis vitni að því að menn seiddu til sín um nætur fegurðardísir úr nyrstu byggðum frá bændum þeirra og búum og kváðu amorsvísur í eyru þeim. Og við fórum að hafa bæði þig og Sigrúnu grunuð um að þið væruð ekki öll þar sem þið eruð séð. Við vissum að þú ert í innsta hring Framsóknarflokksins, einkavin- ur Eysteins, oddviti og áhrifavald í sveitinni, og við sáum að jafnvel pólitíið, mikill raumur sem kominn var inn á mitt stofugólf, varð að sitja og standa eins og þú vildir og hlíta fyrirskipunum þínum. En brátt komumst við að því að þú ert kommúnisti af hreinræktasta tagi, skírður í eldi Rauðra penna, hugfanginn af ljóðum Jóhannesar úr Kötl- um, viðkvæmur eins og við fyrir gengi Rússa og sigri Spasskís, og við blygðuðumst okkar ofan í tær fyrir Alþýðubandalagið að við skyldum þurfa að leita inn í Framsóknarflokkinn til að finna kommúnista. En 133
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.