Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Qupperneq 94

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Qupperneq 94
Tímarit Máls og menningar Með öðrum orðum: það sem skortir er gagnrýni á stalínismann frá vinstri? Sú gagnrýni kemur frá kínverjum en hún er þannig sett fram að evrópumenn eiga bágt með að skilja hana. Það stafar af því að gagn- rýni þeirra er sett fram og túlkuð hér af ákveðnum ml-hópum sem túlka hana á mjög einhæfan hátt þar sem höfuðáherslan er lögð á að verja Stalín persónulega. En hvað er stalínisminn? Hann er ákveðin aðferð við að þróa Sovétríkin þar sem áhersla er lögð á iðnvæðingu eftir vest- rænni forskrift — eini munurinn er að hún byggist á ríkisrekstri en ekki einkarekstri. Ríkiseftirlit með fjárfestingum, lánapólitík o. s. frv. er vita- skuld ekki það sama og einkakapítalismi. En menn lifðu í ýmis konar blekkingum hvað snerti árangur þessarar iðnvæðingar. Því var trúað að þegar búið væri að koma upp miklum iðnaði — fyrsta þróunarstigi væri náð, — yrði hægt að snúa sér að öðrum áfanga — þá var röðin komin að félagslegri framþróun. En hún lét standa á sér. Og því verða menn að spyrja sjálfa sig: af hverju varð hún ekki? Kínverjar hafa gefið sitt svar við þessari spurningu, bæði með gagn- rýni sinni á kenninguna um framleiðsluöflin og með sínu eigin fordæmi þar sem þeir hafa sýnt fram á að hægt er að þróa þjóðfélagið á annan hátt. Aður hafði það verið viðtekin sannfæring í verkalýðshreyfingunni að ákveðin tegund iðnvæðingar, vísinda, tækni og þekkingar væru hlut- laus fyrirbæri sem nota mætti jafnt til að auka gróða einstaklinga í auðvaldsþjóðfélagi sem til góða fyrir þjóðfélagsheildina í sósíalísku þjóð- félagi. En í reynd eru þessi fyrirbæri ekki hlutlaus. Nú held ég því ekki fram að Kína sé eitthvert lýsandi fordæmi, en þar er að finna tilraun til róttækrar umsköpunar, tilraun sem sýnir fram á að þessi aðferð gengur ekki. Að jafnhliða verður að framkvæma þjóðfélagsbreytingar sem ryðja brautina fyrir þann hluta af framkvæmd kommúnismans sem lýtur að útrýmingu kúgunar, og gerir okkur kleift að upphefja andstæðurnar milli líkamlegrar og andlegrar vinnu, milli þéttbýlis og dreifbýlis, milli þróaðra og vanþróaðra sviða þjóðlífsins. Það er því til gagnrýni á stalínismann frá vinstri en hún er ekki viðurkennd af kommúnistaflokkunum. Það stafar ekki af vanþekkingu þeirra á reynslu Sovétríkjanna heldur af því að þeir draga aðrar ályktanir af henni. Niðurstöðurnar, sem þeir komust að eftir uppljóstranirnar á stalínismanum á 20. flokksþinginu 1956, eru þær að byltingin sé of kostnaðarsöm, að betra sé að reyna að endurbæta ríkjandi kerfi, gera 204
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.