Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Page 70

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Page 70
Tímarit Máls og menningar lega rökrétt framhald gamla tímans. Tækniframfarirnar hafa aukið arð- ránsmöguleika eignastéttarinnar og hugmyndafræðileg innræting hefur séð um snurðulitla framkvæmd arðránsins. Pémr á þess vegna ekki undankomu auðið úr þeirri veröld hlutgerv- ingar og gerviþarfa sem hann ætlaði að flýja. Hann hittir hana fyrir þegar hann vill leggja blóm á leiði móður sinnar og ekkert er í boði nema gerviblóm „stíf, köld og sjálfum sér nóg í lífleysi sínu“ (bls. 191). Þá ákveður hann að berjast nú í þetta skipti og ræðst á plastblómin en auðvitað er þessi árás á gerviveröldina dæmd til að misheppnast. Það em reyndar mennirnir sem skapa þjóðfélagið og auðvaldið sem mótar framleiðsluna og þangað verður sá að beina skeytum sínum sem vill breyt- ingu. Lokaorð Lokakaflinn „Akallið" er nútímasvið sögunnar í hnotskurn. Þar er saga Péturs Péturssonar séð í víðara samhengi og nær til hins almenna verkamanns í iðnvæddu auðvaldsþjóðfélagi nútímans. Hér er glímt við þema bókarinnar, firringu og hlutgervingu, í knappara formi og ákafar en áður og þemað klætt úr raunsæislegum búningi staðar, nafngreindra persóna og áþreifanlegra atburða. Þess í stað er talað í myndum, t. d. þar sem snigillinn með húsið sitt á bakinu táknar verkamanninn sem þræl þarfa sem auðvaldið hefur skapað til þess að halda honum föngn- um. Sem dæmi um hlutgervingu og misþyrmingu mannlegra eiginleika er rakin staða kynhvatarinnar í þjóðfélaginu. í iðnvæddu auðvaldsþjóð- félagi með verkaskiptingu á háu stigi hefur vinnandi maður enga yfir- sýn yfir vinnu sína né áhrif á framkvæmd hennar frekar en væri hann lífvana verkfæri. Sköpunarþörf og tilfinningar hans fá ekki útrás í vinnunni. Það eina sem vinnan veitir verkamanninum er peningar til að kaupa fyrir þá hluti sem hann hefur sjálfur framleitt á hærra verði en það kostaði að búa þá til. Þess vegna er maður... ... leiður og slappur eftir langan vinnudag, getur ekki sofið, þarf að losna við eitthvað. (197) Tilfinningar og hvatir, sem hafa verið bældar yfir daginn, leita útrásar og þeim er öllum veitt í einn farveg. Það kemur í hlut kynhvatarinnar 180
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.