Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Síða 30

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Síða 30
Tímarit Máls og menningar í Sjödægru er að finna kvæði undir hefðbundnum bragarháttum og ljóð í stíl Eddukvæða og þjóðkvæða setja svip sinn á bókina. Mestur hluti kvæða bókarinnar er þó í frjálsu formi og jafnframt hefur sjálft skáldmálið tekið grundvallarbreytingum. I þessu breytta formi og á þessu nýja skáld- lega máli tekst Jóhannesi til meiri fullnusm en í flestum öðrum verka sinna að tjá vanda samtíðar sinnar og hug sinn til þess vanda. Ef við lítum nú á stöðu Jóhannesar úr Kötlum í þeirri þróun Ijóðlistar á Islandi, sem kennd hefur verið við formbyltingu, þá kemur í Ijós að hún er með ákaflega svipuðum hætti og áður á þeim breytingaskeiðum, sem hann átti þátt að. Hann verður ekki til að hefja merkið og gengur ekki fram fyrir skjöldu í upphafi en fylgir fast á eftir þeim, er fyrstir fóru. En það sem gerir stöðu Jóhannesar úr Kötlum í íslenskum bókmennmm merkilega er það að hann entist bemr en flestir frumherjanna. Eg veit ekki hvort um svo fíngerðan hlut sem ljóðlist leyfist að taka líkingu af hernaði víkinga. Af því segir í fornum sögum að jafnan þótti mikilvægt að þeir er vörðu söxin, næsta skiprúm aftan við stafninn, væm góðir fullhugar og hreystimenni. I þróun íslenskrar ljóðlistar um hálfa öld þykir mér sem Jóhannes minni á þá hugprýðismenn, er söxin vörðu. Hann var aldrei stafnbúi í þeim skilningi að hann hæfi fyrsmr vopnaskipti í sókn nýrrar stefnu, en þegar stafnbúar féllu eða hopuðu í hlé úr bardaganum afmr undir lyftingu veraldargæða, þá stóð óbugaður víkingurinn úr Döl- um. Hann kunni ekki að hræðast og lék jafndrengilega hvort heldur hann brá sverði eða hrærði hörpu. Eftir Sjödcegru gaf Jóhannes úr Kötlum út þrjár Ijóðabækur, Oljóð, Tregaslag og Ný og nið, auk Mannssonarins, sem áður var talinn. Af þeim ganga Oljóð lengst í formbyltingarátt en Tregaslagur hefur hefðbundnast snið. I öllum þessum bókum tekst hann á við vandamál samtíðar sinnar. List hans þjónaði jafnan lífinu fremur en sjálfri sér. Meginhöfundareinkenni hans em óbreytt: ádeilu- og barátmhugurinn, innileg náttúru- og trúar- kennd setja ekki síður svip á þessar bækur en fyrri verk. En skáldskapur hans í Sjödcegru og síðan hefur öðlast meiri dýpt en fyrr, hugsunin er í senn víðfeðmari og skarpari. Jóhannes gerðist vitsmunalegt skáld án þess að glata hjartahlýju sinni. Þau vandamál, sem hann yrkir um, em í senn almannlegri og sístæðari en fyrr. Eg tek sem dæmi kvæðið „Næturróður“ úr Sjödcegru: 140
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.