Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Page 37

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Page 37
Vort er rtkið sjónarmiðum. Þannig bendir þetta magnaða Ijóð fram á við til næstu bókar, Hrímhvíta móðir (1937), og má jafnvel segja að öll sú bók sé nánari út- listun á þessu ljóði. Það er gömul kenning að persónusaga stórmenna hverrar þjóðar spegli aldarfar, siðmenningu og þróunarferil þjóðarinnar allrar. Marxistar hafna þessari söguskoðun og telja þvert á móti að það sé hinn nafnlausi skari almúgans sem úrslitum ráði í örlagasögu þjóðar sinnar, en þau sjónarmið varðveitir sagan lítt eða ekki. A gnmdvelli þessa söguviðhorfs rekur Jó- hannes úr Kötlum feril íslenskrar alþýðu frá landnámstíð til samtíðar sinnar: I dag hef ég kannað hin sannfróðu svið og séð hina stóru og fáu. En hvar eru hinir, sem lögðu þeim lið? Hvar leynast þeir mörgu og smáu? (Þegnar þagnarinnar). Þeir eru meðal annarra vestmennirnir, þrælar Hjörleifs, þeir sem vega húsbónda sinn fyrir kúgun og illa meðferð, og hljóta síðan að hníga fyrir Ingólfi Arnarsyni. Það er áreiðanlega engin tilviljun að þetta ljóð er fremst í bókinni. Fyrstu atburðir Islandssögunnar eru um stéttaátök, um þræla- uppreisn, frelsisuppreisn sem er miskunnarlaust barin niður með ofbeldi sterkrar yfirstéttar. Onnur yrkisefni úr fórum íslenskrar sögu eru af sama tagi. Skógarmaðurinn, „útigangsins þreytta tröll“ sem dæmt er til ómennskr- ar tilveru, útskúfað úr mannlegu samfélagi meðan yfirstéttin skemmtir sér. Víg Snorra Sturlusonar eina dimma haustnótt. Þegar „helgivaldsins hroka“ er hnoðað í poka og Jóni Gerrekssyni drekkt í Brúará af fólki sem reis gegn yfirgangi hans. Gamli maðurinn fátæki og fróðleiksfúsi sem brennd- ur er á báli af því óeðlilegt er að stritmaður liggi í bókum, þar hlýtur eitthvað óguðlegt að búa að baki. Skaftáreldar. Umrenningar sem reika betlandi um sveitir landsins. Helfjötrar hafíssins. En smndum kveður við annan tón. Þá syngur frelsisþráin í ljóðum Jó- hannesar úr Kötlum. Einar þveræingur, Skúli fógeti, Skúli sýslumaður ísfirðinga, Jón Sigurðsson og bláhvíti fáninn sem danskur her tók niður en hefur nú fengið rauðan kross sem tákn um blóðuga reynslu fólksins í þessu landi. Það er þetta fólk, þegnar þagnarinnar, sem borið hefur uppi sögu landsins, og í bókarlok er öll þessi langa og þjáningarfulla saga ís- lenskrar alþýðu tengd einum atburði samtímans, sem er með sama hætti og í upphafi landnámsaldar: stéttaátökin í nóvember 1932. Þar stendur •' 147
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.