Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Qupperneq 94

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Qupperneq 94
Tímarit Máls og menningar og héldu svo áfram eins og ekkert hefði í skorist. Það rann niður hárið á henni, niður axlir og brjóst og henni varð skyndilega kalt. Það voru líka regnskúrir þegar hún kom fyrst upp á þessa heiði með Hrólfi að líta á bæinn þeirra, Efstakot. Þau settust undir stein sem var hár og oddlaga eins og bæjarburst og slútti fram og þar var gott skjól fyrir regnskúrunum. Þau héldu hvort yfir annars axlir og nösluðu bitann sinn og þegar hún horfði á hann, brún augu, svartan hárlubba og brotið kónga- nef, fannst henni að hún gæti hlaupið eins og kólfi væri skotið og unnið þrefalt karlmannsverk án þess að finna til þreytu. Það var eitthvað svo gott nálægt þessum manni. Hún hló. — Hvað? sagði hann. —' Eg er svo 'glöð, sagði hún og gaut á hann augunum og vissi þá að honum leið eins. — Eg verð stórbóndi, sagði hann. Við söfnum auði og látum engan vita. Svo einn daginn fer ég norður í land og kaupi handa okkur fjóra gæðinga og við ríðum niður í dal, auðvitað skartbúin. Við förum niður að Stórubrekku og Grímur og Alfheiður koma út og þegar þau sjá hvað við erum fín þá bjóða þau okkur í bæinn og segja: — Það er aldrei að ykkur hefur búnast. Það er gott að þið skulið ekki eiga nema góðar minningar héðan frá Stórubrekku. Þá lítum við bæði á þau í einu og segjum: Humm? Onnu var skemmt. Hrólfur hermdi betur eftir Grími en nokkur annar í sveitinni. Humm, sagði hún ávítandi og hló. Humm, humm, huuhuhumm sögðu þau hvort við annað með ýmis konar látbragði. Hann hafði skipt um átt. Rekjan var notaleg á andliti þeirra og höndum og góð lykt af votri jörðinni. Konan undir steininum vissi ekki hvað hún hafði setið lengi og andað að sér þessum jarðarilmi sem fylgir vorrigningum. Þegar hún leit upp sat hún ein undir steini sem var eins og bæjarburst í laginu og slútti fram. Hún reis þegjandi á fætur, tók stefnuna á Efstakot og gekk hröðum skref- um upp á næsta leiti. Hann sást hvergi. Hann hlaut að vera farinn fyrir nokkru því framundan var mannlaus mýrafláki, handan við hann var ás og maður á bak við hann væri kominn í hvarf. Hún fór að hlaupa. Fæturnir sukku að ökla og stundum á miðjan legg í mýrinni og rauð forin slettist um hana alla. Hún fann remmubragðið koma upp í hálsinn og hún fann til þegar hún andaði og það var stingur í maganum en hún varð að hlaupa. Það var nú eða aldrei. 204
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.