Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Síða 4

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Síða 4
Tímarit Máls og menningar brunni þekkingar sinnar og kunnugleika á fyrrverandi höfuðborg íslands, og sagan kemur hlaupandi á hverju götuhorni upp í fangið á ókunnugum af vörum góðs leiðsögumanns. Alls þessa er gott að minnast og svo margs og margs. En á þessum degi hljótum við líka að rekja æviferil Magnúsar, skipti hans við starfsbræður og systur, baráttufélaga og kunningja úti i iðandi lífi samfélagsins, einnig þá sem ekki voru honum alltaf sammála, en munu eigi að síður hafa kunnað að meta það sem vel er gert og stórt er í sniðum í fari andstæð- ings. Magnús var fæddur á Stokkseyri 25. febrúar 1919, sonur Sigrúnar Guðmundsdóttur og Kjartans Ólafssonar. Hann tók stúdentspróf 19 ára gamall, en sigldi þá til Hafnar og las verkfræði, en áttaði sig fljótlega á því, eins og hann sagði síðar, að þar hafði hann valið hlutskipd sem honum hentaði ekki. Hann hóf þá norrænunám undir handleiðslu Jóns Helgasonar og taldi sig æ síðan standa í mikilli þakkarskuld við hann. Þetta var á stríðsárunum, Danmörk var hernumið land og einangrað og fyrir áeggjan Jóns og með aðstoð hans og fleiri góðra manna fékk Magnús leyfi til þess að fara yfir sundið og halda norrænunáminu áfram í Svíþjóð. Um þetta leyti staðfesti hann ráð sitt, og þegar þau hjónin komu heim til Islands að stríðinu loknu, mun hann hafa verið óráðinn í hvað gera skyldi, eða eins og hann orðaði það eitt sinn „var um skeið eins og milli vita. Þá gerðust þau tíðindi haustið 1945 að Bandaríkjamenn báru fram kröfur sínar um herstöðvar á íslandi í 99 ár. Ég held,“ segir hann „að enginn atburður hafi haft eins mikil áhrif á mig um dagana, og ég einsetti mér að beita því afli sem ég kynni að eiga til þess að koma í veg fyrir erlend yfirráð. Um sömu mundir kynntist ég Kristni E. Andréssyni, við urðum miklir vinir og hann varð ámóta áhrifavaldur í lífi mínu og Jón Helgason áður. Og Kristinn var ekki á milli vita eins og ég.“ Þannig fórust Magnúsi orð i blaðaviðtali rúmum þrjátíu árum eftir að þessi saga gerðist. Og hann bætti við: „Ætli sagan sýni ekki helst að ég hafi verið áhrifagjarn unglingur, sem varð fyrir þeirri reynslu að kynnast óvenjulega mikilhæfum mönnum.“ Magnús varð samverkamaður Kristins við Mál og menningu, en síðar við Þjóðviljann, og 1947 var hann ráðinn ritstjóri blaðsins. Segja má, að 250
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.