Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Page 6

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Page 6
Tímarit Máls og menningar náinn samstarfsmaður hans frá þessum árum. En margt fleira var á döfinni. Sjúkrastofnanir risu af grunni, og þar var stórhugur að verki. Ný heilbrigðislög voru sett og skyldu þau tryggja landsmönnum jafnrétti um heilsugæslu. Þetta voru breytingatímar í iðnaðar- og orkumálum. Dreifing raforku um landsbyggðina var aðkallandi, og nýting hennar til stærri átaka í iðnaði en þekkst höfðu áður á landi hér var komin til sögunnar. Stefna Magnúsar í þeim málum var í hans augum þáttur í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Að íslendingar hefðu þar tögl og hagldir var honum jafn- sjálfsagt og yfirráðin yfir fiskimiðunum umhverfis ströndina og sér- hverjum bletti þess lands, sem við nefnum fósturjörð. A kveðjustund er margs að minnast. Hvernig maður var Magnús Kjartansson? Hann var ljóngáfaður, víðlesinn, vel menntaður, með af- brigðum fljótur að átta sig á mönnum og málefnum, ljúfur maður í umgengni, en átti það líka til að vera hörkutól, þegar þess þurfti með, gat jafnvel verið óbilgjarn, en einlægt hreinskiptinn, sagði hug sinn allan hver sem í hlut átti, og virtist aldrei bera kala til þeirra, sem hann átti í hörðustum deilum við. Hann var fullur metnaðar fyrir hönd þeirra, sem báru skarðan hlut frá borði eða fóru á mis við það jafnrétti sem honum þótti eðlilegt hlutskipti allra manna, en hann sóttist aldrei eftir auði, völdum eða metorðum fyrir sjálfan sig. Hann bað hvorki um ritstjóratitil, þingsæti né ráðherrastól; það voru samherjar hans og samstarfsmenn sem réttilega ályktuðu að hann væri sjálfkjörinn til þeirra starfa. Hann var óttalaus maður og tók því sem að höndum bar eins og sjálfsögðum hlut, gróf sig í fönn ásamt félaga sínum þegar þeir lentu í ófærð og myrkri í fjallgöngu á íslandi, ferðaðist vítt og breitt um Víetnam meðan sprengj- urnar féllu og arkaði ótrauður inn i frumskóginn. Það var þessi óbilandi kjarkur sem alltaf einkenndi afstöðuna til þeirra sjúkdóma sem hann átti í höggi við seinustu æviárin. Aldrei heyrðist hann mæla æðruorð eða harma vanmátt sinn. En trúlegt er að skert þrek hans sjálfs hafi enn betur opnað augu hans fýrir böli annarra sem bjuggu við fötlun vegna slysa eða sjúkdóma og þörf þeirra fyrir liðveislu dugandi stuðningsmanna. Hann barðist í ræðu og riti fyrir bættri aðstöðu og endurhæfingu fatlaðra og ekki síður fyrir breyttum viðhorfum ráðamanna og almennings til þessara 252
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.