Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Page 12
Tímarit Alá/s og menningar
forma, sem við búum við.“ Hann segist vilja benda hinum unga presti á
það, „að ræða sem þessi stefnir til menningarspjalla og er siðlaus í innsta
eðli sínu, þrátt fyrir öll sín kristilegheit, og í krafti síns kristilega boð-
skapar.“ I lok þessarar uppbyggilegu hirtingar vikur Gunnar að um-
mælum klerks um Niemúller hinn þýska kennimann er lengi sat í
fangabúðum nasista og segir: „Hetja í fangakufli er miklu líklegri til
áhrifa í baráttunni fyrir menningu heimsins en mannleysa í messuklæðum.“
Fyrir þessum unga guðsmanni átti þó ýmislegt eftir að liggja, m. a. það
að verða biskup yfir landi og lýð, og hefur hann nú fyrir skömmu verið
kvaddur með miklu lofi, sem sumum þykir of en öðrum van eins og gerist.
Þegar ég rifja upp þessi bráðum 40 ára gömlu orð Gunnars Bene-
diktssonar verða mér ljósari verðleikar hans sem sanntrúaðs manns en
nokkru sinni fyrr. Hann brann af heilagri reiði, vandlæting hans var djúp
og einlæg og í ætt við þá snillinga Gamla testamentisins sem ég áðan
nefndi. „Hvað skulu mér yðar mörgu sláturfórnir?" . . . „Sál mín hatar
tunglkomur yðar og hátíðir, þær eru orðnar mér byrði, ég er þreyttur
orðinn að bera þær. . . . Hjálpið þeim sem fyrir ofríki verður, rekið réttar
hins munaðarlausa ...“ svo mælir Jesaja fyrir munn Jahve. Og Amos
mælir á sömu lund fyrir munn réttlætisins: „Þeir (þ. e. ísraelsmenn) selja
saklausan manninn fyrir silfur og fátæklinginn fyrir eina ilskó, þeir fíkjast
í moldarkornin á höfði hinna snauðu og hrinda aumingjunum i
ógæfu ..." I ætt við þessa menn var Gunnar Benediktsson öðrum fremur
á okkar tíð. Og þótt hann sæti í norðlenskum afdal prestskaparár sín varð
Saurbær honum Hliðskjálf þaðan sem hann sá um veröld alla. Guð hans
var Guð réttlætisins öllu öðru fremur. Sumum kann að sýnast þessi
réttlætiskennd hafi verið ofvaxin með vini okkar — en hið sama virtist
líka samtíð hinna gömlu spámanna í ísrael. Og án efa fannst mörgum
hann gera lífið og mannlegt samfélag of einfalt í sniðum og þó einkum
sjúkleik þess of auðsæjan og lækningu hans einfalda. En þannig er jafnan
um hugsjónamenn. Þeim er fátt hvimleiðara en stjáklandi efnishyggja. Sá
sannleikur sem þeir hafa höndlað verður þeim allra meina bót.
Einn bjartan sumardag árið 1957 stendur Gunnar Benediktsson á dyra-
hellunni í Bjarnanesi, þar sem ég var þá prestur. Hann var kominn vestan
af Mýrum í Hornafirði, hafði verið að vitja æskustöðvanna. Þessi kær-
258