Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Side 17

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Side 17
Ádrepur Þetta Tímaritshefti er að hluta helgað vígbúnaðarmálum og afvopnunarbaráttu. Aformað var að sú umfjöllun yrði viðtækari og samfelldari, en það fór eins og fyrri daginn að loforð urðu drýgri en heimtur og tjóir ekki að fárast yfir því. Fyrir bragðið hefur rúm fengist fyrir annað efni sem óneitanlega er fengur að. A undanförnum missirum hefur athygli Evrópubúa beinst sífellt meir að kjarnorkuvígbúnaðinum i álfunni. Tilefnið er fyrst og fremst ný drápstæki og nýjar áætlanir um staðsetningu þeirra. í ljós hefur komið að sú „endurnýjun“ á kjarnorkuvopnabúnaði í Evrópu sem samþykkt var á fundi Atlantshafsbanda- lagsins 12. desember 1979 felur i sér stóraukinn vígbúnað og grundvallarbreyt- ingu á stríðsstefnu bandalagsins. Þessi ákvörðun var tekin án þess að hún væri borin undir þjóðþing þeirra landa sem hýsa eiga hinar nýju helsprengjur og eldflaugar. Um leið og bandarískir ráðamenn eru farnir opinskátt að orða þá skoðun sína að takmarkað kjarnorkustríð sé hugsanlegt eru ibúar bandalagsríkja þeirra að vakna upp við vondan draum og þykjast sjá hvar leikvangur sliks stríðs sé fyrirhugaður. Ráðamenn og leyniþjónustur á vesturlöndum gera nú allt sem i þeirra valdi stendur til að gera hinar fjölmennu, óhlutdrægu friðarhreyfingar i Evrópu tortryggilegar. En gagnrýnisraddirnar hljóma langt utan raða þeirra. Nino Pasti heitir ítalskur öldungadeildarþingmaður sem er fyrrverandi full- trúi lands síns í herráði NATO og einn æðsti foringi kjarnorkuherafla banda- lagsins. Hann komst svo að orði þegar fyrrgreind „endurnýjunaráætlun“ var til umræðu: Hg er sannfaerður um að versta hættan sem að Evrópumönnum sreðjar er fólgin í hinum meðaldrægu kjarnorkuvopnum sem komið er fyrir í löndum álfunnar.. .. Svo ég orði þetra umbúðalausr yrðu þessi meðaldrægu kjarnavopn notuð í því augnamiði NATO að rakmarka stríðið við Evrópu. Evrópu á að breyta í „kjarnorkuvarnargarð" til verndar Bandaríkjunum. Evrópurikin eru einungis peð i tafli risavcldanna; hinn síaukni vígbúnaður þjónar siður en svo þeirra hagsmunum. Það gerir hins vegar sú friðunarstefna sem friðaröfl viðs vegar um heim hafa beitt sér fyrir. Hluti hennar er baráttan fyrir kjarnorkuvopnalausum Norðurlöndum. Þ.H. 263
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.