Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Síða 21

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Síða 21
Frá Hírósíma til . . . Að mínu áliti er alls ekki vist að þessi rökstuðningur fái staðist. Hírósíma markaði upphaf atómaldar — nýs og gerbreytts kapítula í sögu mannkyns. Það er ekki sama á hvern hátt slík tímamót verða. Notkun sprengjunnar var villimannlegasti atburður mannkynssögunnar. Henni má telja ýmislegt til af- sökunar. Það var stríð, ómannlegasta og víðtækasta strið sem nokkru sinni hafði verið háð. Þetta var neyðarréttur. Sprengjunni var varpað til að bjarga lifi sem allra flestra hermanna. En þetta var líka einstæð morðárás á friðsama íbúa tveggja óvarinna borga. Kjarnorkusprengjan er i eðli sínu brot gegn öllum hefðbundnum hugtökum þjóðaréttar sem varða styrjaldir. Hún felur í sér afneitun allra þeirra réttarhug- taka sem siðmenntað samfélag byggist á: Þjóðaréttar, náttúruréttar, mannrétt- inda. Hún er afneitun alls sem mannlegt er. Samkvæmt þeim grundvallarreglum sem Núrnberg- og Tokyoréttarhöldin byggðust á hlýtur notkun kjarnorku- vopna að skoðast sem striðsglæpir ogglæpirgegn mannkyni, bæði vegna beinna áhrifa á allt sem lifir og vegna áhrifa á umhverfi, náttúru og þjóðfélagsbyggingu. Þessari meginforsendu má aldrei gleyma.4 Upphaf kjarnorkukapphlaupsim Þegar fyrsta allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna kom saman í London 25. janúar 1946 var fyrsta ákvörðun þess samþykkt einróma, að stofna kjarnorkumálanefnd Sameinuðu þjóðanna. Henni var falið það verkefni að undirbúa frumvarp um bann gegn framleiðslu og notkun kjarnorkuvopna. Á þeim tima voru það Bandarikjamenn einir sem bjuggu yfir þekkingu og tækni til að framleiða slik vopn. Þrjár sprengjur höfðu verið gerðar og sprengdar. Sú fyrsta var tilrauna- sprengjan — plútóníumsprengja sem var sprengd i Nýju Mexíkó-eyðimörkinni 16. júní 1945; hinar tvær voru þær afdrifaríku sprengjur sem kastað var á Hírósíma og Nagasaki. Um áramótin 1945 — 6 voru engar fleiri kjarnorku- sprengjur til. En Bandaríkjamenn höfðu alla möguleika til að framleiða nýjar sprengjur. Bæði hráefnin og tæknin voru fyrir hendi. Tæknin var á þeim tíma bandariskt rikisleyndarmál. í stuttu máli sagt: Þarna var sögulegt tækifæri til að stöðva kjarnorkuvopnakapphlaupið áður en það hófst. Kjarnorkumálanefnd SÞ hlaut prýðilegt veganesti i ameriskri tillögu, svo- nefndri Acheson-Lilienthal-skýrslu. í skýrslunni var lögð fram áætlun sem fól i sér alþjóðlegt bann gegn framleiðslu kjarnorkuvopna. Rökstuðningurinn var sá m. a. að þeir hernaðarlegu yfirburðir sem Bandaríkin nutu þá yrðu hvort sem væri aðeins timabundnir. Bandaríkin áttu þá einstætt tækifæri til að „stuðla að 267
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.