Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Page 22

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Page 22
Tímarit Máls og menningar alþjóðaöryggi og framfylgja stefnu sem byggði upp varanlegan frið með alþjóðlegum samningum.“ I hinni heimskunnu bók sinni um afvopnun skrifar Alva Myrdal í kaflanum „Saga glataðra tækifæra“ að þó að Sovétríkin hafi átt sök á því í upphafi að hugmyndin um algert bann gegn kjarnorkuvopnum var ekki borin upp hafi Bandaríkjamenn líka gerst sekir um alvarleg taktísk mistök. Harry Truman setti hinn ólagna og ósveigjanlega Bernard Baruch til þess að vinna að áætluninni og leggja hana fyrir kjarnorkumálanefndina. Áætluninni var breytt í mikilvægum atriðum. M. a. áskildu Bandaríkjamenn sér einkarétt til að eiga kjarnorkusprengjur þangað til alþjóðasamningur um bann gegn slíkum vopnum tæki gildi. Ennfremur áskildu þeir sér rétt til að refsa fyrir hugsanleg brot annarra ríkja „með viðeigandi viðurlögum“ (condign punishment). Þetta atriði, að viðbættri tortryggni Sovétmanna í sambandi við eftirlit með því að samningurinn yrði haldinn gerði það að verkum að Sovét- ríkin voru mjög erfið i samningum á fyrstu viðkvæmu stigum umræðnanna. Til öryggis sprengdu Bandaríkjamenn fjórðu atómsprengju sína yfir Bikini á Kyrrahafi 1. júlí 1946, 17 dögum eftir að Baruch-áætlunin var lögð fram í kjarnorkumálanefndinni. Aðeins örfáum dögum áður hafði Gromyko lagt fram gagntillögu við Baruch-áætlunina fyrir hönd Sovétríkjanna. Gromyko-tillagan var þess efnis að öll þau kjarnorkuvopn sem til væru skyldu eyðilögð og jafnframt sett algert bann gegn frekari framleiðslu slíkra vopna. Bikini-til- raunin virtist vera ögrandi svar gegn þessari tillögu — ögrun sem gerði kjarn- orkumálanefndina nánast óstarfhæfa upp frá því. I september 1949 tilkynntu Bandaríkjamenn að Sovétríkin hefðu sprengt fyrstu helsprengju sína. Banda- rikjamenn hófu upp frá því fjöldaframleiðslu slíkra vopna. Kjarnorkuvopna- kapphlaupið var orðin óafturkræf staðreynd.5 Vígbúnaðarkapphlaupið Kjarnorkuvopnakapphlaup risaveldanna fer fram alls staðar, á landi, á — og í — höfunum og i lofti. Sprengjurnar verða stærri og stærri, langt umfram það sem menn geta gert sér i hugarlund. Bandaríkin sprengdu fyrstu vetnissprengju sína 1. nóvember 1952. Meðalvetnissprengja leysir úr læðingi orku sem samsvarar milljónum tonna af TNT. Þetta eru megatonnsprengjur. Fyrsta bandaríska vetnissprengjan var 15 megatonn. Hún var þvi að sprengjumætti á við 1.200 Hírósíma-sprengjur. Nokkrum mánuðum seinna, 12. ágúst 1953, sprengdu Sov- étmenn sina fyrstu vetnissprengju. Hún var lika í megatonnaflokknum. Strategísk kjarnorkusprengja (kjarnaoddur) upp á 25 megatonn er ekki óalgeng 268
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.