Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Side 23

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Side 23
Frá Hírðsíma til . . . í vopnabúri nútímans. Ein slík sprengja býr yfir sprengimætti sem er tólf sinnum meiri en allt það sprengiefni sem varpað var yfir Þýskaland og Japan í allri siðari heimsstyrjöld. Hvers vegna bregðumst við ekki við þessu? Er það af fáfræði? Eða er búið að sljóvga okkur gersamlega? Það magn kjarnorkuvopna sem risaveldin ráða nú yfir gerir heimsástandið uggvænlegt. Þar er kjarnorkuvopnabúr sem getur útrýmt öllu mannkyni margsinnis. Tölurnar eru nokkuð á reiki. Sumir halda því fram að til séu kjarnorkuvopn sem nægi til að útrýma mannkyninu þrisvar sinnum. Aðrir telja að með núverandi kjarnorkuvopnabirgðum megi útrýma því 6—7 sinnum. Þessar áætluðu tölur sýna hvað vitfirringin er orðin mikil og ennfremur að við þessu er alls engin vörn önnur en alger afvopnun. En hvernig á að eyða þessum óskaplegu birgðum af geislavirkum efnum án þess að umhverfið skaðist af því? Það er önnur hlið á vitfirringunni. Nú er talið að til séu meira en 60.000 langdræg og meðaldræg kjarnorkuvopn í heiminum. Sprengjumáttur þessara nútima kjarnaodda er skv. útreikningum SIPRI (Alþjóðlegu friðarrannsóknastofnunarinnar í Stokkhólmi) samsvarandi a. m. k. einni milljón Hirósíma-sprengjum. Þetta samsvarar fjórum tonnum af TNT sprengiefni á hvert mannsbarn á jörðinni. SIPRI dregur af þessum tölum eftirfarandi varfærna ályktun: Þó að aðeins örlítið brot þessara vopna væri notað kæmi það af stað óhugsanlega miklum ógnum og hörmungum.6 Svo annað dæmi sé tekið er hér tilvitnun í Carter forseta frá 1979: Aðeins einn af Poseidon-kafbátunum okkar sem erfitt er að granda — minna en tvö prósent af kjarnorkuhergögnum okkar — ber nógu marga kjarnaodda til að leggja í rúst allar stórar og meðalstórar borgir í Sovét- ríkjunum. Ógnarmáttur okkar er yfirþyrmandi.7 Síðasta framlagið til kjarnorkuvopnakapphlaupsins er hið áformaða banda- ríska MX-kerfi. MX-flaugin er risaeldflaug með 10 kjarnaodda á hverri flaug, hver oddur hefur sjálfstæða stýringu. 200 slíkar flaugar eru á áætlun. Hverri þeirra á að ætla eigin braut, 30—35 km langa með 23 neðanjarðarskotturnum. Brautin nær yfir gríðarstórt landsvæði. 20 fyrstu MX-flaugarnar á að setja niður í Utah og Nevada. Þær munu þarfnast alls um 18.000 ferkílómetra svæðis fyrir brautir og turna. Ef áætluninni verður allri hrundið í framkvæmd þarf til þess svo stór landsvæði að þau mundu breyta ríkjunum Nevada og Utah i „kjarn- orkukirkjugarða.“8 269
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.