Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Page 29

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Page 29
Ólafur Ragnar Grímsson: Verða Island, Færeyjar og Grænland utan hins kjarnorkulausa svæðis? Sumarið 1981 var baráttutími. Friðarhreyfmgar risu gegn vígbúnaðinum. Evrópubúar afhjúpuðu áform risaveldanna um að álfan yrði meginvettvangur kjarnorkustyrjaldar og kröfðust víðtækra afvopnunaraðgerða. Á meginlandinu beindist athyglin að áætlunum um fjölgun kjarnorkueldflauga sem búnar væru þúsundföldum gereyðingarkrafti Hírósímasprengjunnar. Á Norðurlöndum snerist umræðan um varanlega tryggingu gegn ógnun tortímingarstríðsins. Tillagan um lögformlega stofnun kjarnorkuvopnalauss svæðis varð helsta um- ræðuefni norrænna manna. Þjóðþing Svíþjóðar samþykkti stefnuályktun. Stjórnmálaflokkar og verkalýðshreyfing í Noregi lýstu yfir stuðningi við hug- myndina. Forsætisráðherra Danmerkur rökstuddi hana á alþjóðlegum vett- vangi. Rikisstjórn Finnlands ítrekaði fyrri áhuga á framgangi málsins. Fjölda- hreyfmgar í löndunum f)órum hófu undirskriftasöfnun til stuðnings þessari stefnumörkun. I lok sumarsins var hin norræna umræða orðin svo afgerandi, að utanrikisráðherrar Norðurlanda gerðu tillöguna um stofnun kjarnorku- vopnalauss svæðis að meginefni viðræðufundar í Kaupmannahöfn. Þegar Islendingargera sérgrein fyrir þessari þróun blasir við nöpur staðreynd. Hin víðtæka umfjöllun í norrænum nágrannalöndum er nær öll á þann veg, að Island virðist vera talið utan hins fyrirhugaða kjarnorkuvopnalausa svæðis. Að loknum fundi utanríkisráðherra Norðurlanda var í stórblöðum Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar og Finnlands eingöngu greint frá umfjöllun ráðherranna um þau vandamál sem yrðu því samfara að tvö aðildarríki NATO — Danmörk og Noregur — gerðust ásamt tveimur hlutlausum ríkjum — Svíþjóð og Finnlandi — aðilar að lögformlegri stofnun slíks svæðis. í umfjöllun blaðanna um fund utanríkisráðherranna var ísland greinilega ekki á svæðiskortinu. I ályktunum stjórnmálasamtaka, ræðum forystumanna, blaðagreinum og viðtölum hefur svipuð afstaða komið í ljós. Útilokun íslands er stundum óbein með því að skilja það einfaldlega eftir í upptalningunni yfir aðildarríki fyrirhugaðs samnings. Við önnur tækifæri er gengið hreint til verks og rökstutt, að Island geti ekki verið með vegna hernaðartengsla við Bandaríkin. Greinilegt er, að útilokunin á ekki 275
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.