Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Qupperneq 37

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Qupperneq 37
Guðbergur Bergsson Dæmisaga um hanska Fyrir tæpum mánuði gerðist einstæður atburður á baðherberginu. Ég hafði þvegið úr skyrtu og hengt til þerris, þá fann ég kynlega lykt, ívið sæta og einkennilega lokkandi og hreina. Engu að síður var einhver óhrein og ívið gömul svitalykt af hreinleikanum. Skyrtan var orðin þurr að mestu. Mig grunaði að lyktin bærist frá henni, vegna þess að vinnu- skyrtur úr ósvikinni baðmull lykta einmitt á sama andartaki og þær þorna. Osjálfrátt þreif ég í skyrtuna og bar að vitunum. Grunurinn reyndist réttur: lyktin var af skyrtunni. Þó kom ég lyktinni ekki fyrir mig fyrr en eftir að ég hafði þefað vandlega í spurn. Skyndilega hlóðust yfir mig minningar og undrun: það var kanalykt af skyrtunni; sama kana- lyktin og var af hermannaþvottinum sem ég mundi eftir frá því ég var barn og herinn nýkominn til Grindavíkur. Jæja, hugsaði ég og kippti feiminn í skyrtuna, það er þá komin kanalykt af skyrtunni þinni. Hvernig er þá farið fyrir hugarfari og sál? Nú rifjuðust upp fyrir mér fyrstu kynni mín af hernum. Ég hafði fundið hanska á veginum og fór með hann heim. Við stóðum ráðþrota yfir þessum forláta hanska, sem lá á eldhúsborðinu. Hann var úr svo vönduðu efni að hann hélt handarlaginu þótt í honum væri engin hönd. Slíku áttum við ekki að venjast, vön hinum linu og lufsulegu íslensku sjóvettlingum, sem kútþófnuðu reyndar og urðu þá stifir eftir notkun, en skiptu óðar um hlutverk og voru dregnir á hendur barna. Eðli hanskans breytti auðsæilega aldrei um form, fór aldrei í öll líki: fingur hans vísuðu upp, bognir líkt og hann byði okkur traust handtak, þótt tómur væri. Þetta var fráleitt betlarahanski þótt lófi visaði upp. Fitin var stíf, en sjálfur glófinn úr ioðnu, gráu leðri, líkt og röspuðu með sömu grófu þjölinni sem faðir minn notaði þegar hann límdi sjóstígvélin sín. Það hlýtur einhver að hafa týnt þessum forláta hanska, sagði mamma með hughrifum og kannski örlitlum söknuði þess sem hefur ekki lært listina að glata og er þá feginn að geta skilað aftur. 283
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.