Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Qupperneq 41

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Qupperneq 41
Damisaga um hanska rassgatinu á honum. Oll samskipti við herinn voru þá kennd við þann líkamspart. Nú vorum við reknir til kanans, til að skila hanskanum en koma ekki nálægt rassgatinu á honum. Við héldum það væri leikur einn, réttur eigandi fyndist þegar, og þannig þvældist ekki fyrir útlendingum eða öðrum hvort við værum skilvíst fólk. Við röltum yfir hæðirnar og melinn og komum að kanahliðinu. Braggaþyrpingin sást ekki þaðan, hún var niðri i hinni löngu hlykkjóttu laut. Við sýndum hermönnunum í hliðinu hanskann. Þeir litu ekki við honum. Okkur var vísað umsvifalaust í gegn, og við gengum í lautina. Þar börðum við að skáladyrum, réttum fram hanskann þegjandi, en hermennirnir gáfu honum engan gaum, í staðinn gáfu þeir okkur ávaxtadósir og margstrenda kökudós. Á hverja hlið dósarinnar var málað í ýmsum litum helsta herskip Bandaríkjanna. Aðal flugmóðurskipið sigldi á lokinu, og hvert herskip var skírt i höfuðið á einhverju fylki. í ábót var okkur gefið hulstur sem mátti bregða utan um eldspýtnastokk. Hulstrið bar brosandi mynd af Roosevelt forseta að framan, á bakhliðinni var brot úr frægustu stríðsræðu hans. Þar hvatti hann landsmenn sína til að hjálpa bræðraþjóðum Evrópu í stríði gegn nasismanum. Eflaust héldum við að gjafirnar væru þau frægu fundarlaun sem börn hljóta í sögum. Þannig laun hafði okkur dreymt að við fengjum ef einhver ríkisbubbinn rækist til Grindavíkur á sunnudegi og ráfaði í fylgd konu og barna um fjörur í skeljaleit, en týndi þar aleigunni á afviknum stað sem enginn krakki þekkti. Við fundum slíkan stað, sannfærðir um að ríkisbubbinn færi þangað til að skíta og veskið dytti úr vasa hans. En við fundum aldrei verðmæti, ekki önnur en skósvertudósir í fjörunni með örlítilli svertu í lögginni. Hún ilmaði jafn hrein og sú hrossafeiti sem við bárum á klossana okkar var kámug og ókræsileg, því hún safnaði í sig sandi og möl og gerði klossana líkt og hraunaða. Fundum af þessu tagi fylgdi sá ókostur að engin leið var að synda með dósirnar til Englands og fá í fundarlaun lítil spjöld með myndum af breskum togurum. Spjöldin eignuðust þeir einir sem áttu föður sem reykti. Heim snerum við, með gjafirnar og hanskann. I stað fagnaðar og þakklætis ærðist nú eldhúsið. Við vorum óðar teknir til hýðingar, fyrir að 287
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.