Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Side 46

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Side 46
Tímarit Máls og menningar þeirra, og sváfu örugg framá púltin. Ofsaveður hafa rík, róandi áhrif á fólk sem býr nálægt hafi. Skyndilega heyrðist ógurlegur hvellur. Eitthvað virtist hafa skollið á skólavegg og hvein með einkennilegu málmhljóði. Kennarinn leit upp og hélt að hvellurinn hefði komið frá gjósandi blekbyttu. Algengt var að blekið frysi á nóttinni í byttunum, og stelpurnar höfðu oft gert sér leik að reka tappann rækilega í stútinn og þíddu blekið á ofninum. Við það myndaðist þrýstingur í byttunni, og þegar blekið þiðnaði gaus það með hávaða upp í loftið. Engin bytta hafði gosið. Kennarinn hélt áfram lestri. Hvellurinn hafði vakið slefandi krakkana, og einhver tók eftir að tómur olíubrúsi þyrlaðist, gripinn af vindstrengnum, við horn skóla- hússins. Stóru olíubrúsastæðurnar voru farnar að hallast ískyggilega, en okkur í hag. Ólm af eftirvæntingu fýlgdumst við með viðureign vinds og brúsa. Eftirvæntingin gerði loftið þrungið spennu. Kennarinn fann spennuna í loftinu. Hann hélt að loksins væri bókmenntaáhugi okkar að vakna, og hann sökkti sér niður í lesturinn og hló óskaplega að fyndninni. Stundum tautaði hann: Þetta var gott hjá Jóhannesi. Nú tekst honum upp. Nú er hann líkur sjálfum sér. Nú kannast ég við hann. Kennarinn hafði afar almennt viðhorf til bókmennta: lesandinn átti að kannast við allt. Bækur áttu að vera ádeila. Rithöfundinum átti að takast upp og vera ævinlega líkur sjálfum sér. Nú líkaði kennaranum lifið. Honum hafði tekist að halda uppi aga og láta lífið fylgja föstum reglum. Fyrir utan fylgdi óveðrið engum reglum. Innan tíðar hafði ólmur vindur feykt brúsastrollu yfir gaddavírinn, af yfirráðasvæði kanans yfir á okkar. Brúsinn sem fauk á skólann hlakkaði í dansi í hvirfilvindi fyrir utan gluggann og henti gaman að hlýðni okkar og innisetu. Þá kom hvina. Og efni í ósigrandi herskipaflota hófst yfir gaddavirinn. Það var engu líkara en veðurguðirnir hefðu stráð ótæmandi fjársjóði yfir hina grýttu og freðnu jörð, og bekkurinn þaut ýlfrandi á fætur og ruddist út í rokið, til að festa hendur á fengnum áður en hann gengi honum úr greipum í sjóinn. En kennarinn sat einn eftir yfir Verndarenglum Jó- hannesar úr Kötlum. 292
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.