Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Side 46
Tímarit Máls og menningar
þeirra, og sváfu örugg framá púltin. Ofsaveður hafa rík, róandi áhrif á fólk
sem býr nálægt hafi.
Skyndilega heyrðist ógurlegur hvellur. Eitthvað virtist hafa skollið á
skólavegg og hvein með einkennilegu málmhljóði. Kennarinn leit upp og
hélt að hvellurinn hefði komið frá gjósandi blekbyttu. Algengt var að
blekið frysi á nóttinni í byttunum, og stelpurnar höfðu oft gert sér leik
að reka tappann rækilega í stútinn og þíddu blekið á ofninum. Við það
myndaðist þrýstingur í byttunni, og þegar blekið þiðnaði gaus það með
hávaða upp í loftið. Engin bytta hafði gosið. Kennarinn hélt áfram lestri.
Hvellurinn hafði vakið slefandi krakkana, og einhver tók eftir að
tómur olíubrúsi þyrlaðist, gripinn af vindstrengnum, við horn skóla-
hússins. Stóru olíubrúsastæðurnar voru farnar að hallast ískyggilega, en
okkur í hag. Ólm af eftirvæntingu fýlgdumst við með viðureign vinds og
brúsa. Eftirvæntingin gerði loftið þrungið spennu. Kennarinn fann
spennuna í loftinu. Hann hélt að loksins væri bókmenntaáhugi okkar að
vakna, og hann sökkti sér niður í lesturinn og hló óskaplega að fyndninni.
Stundum tautaði hann:
Þetta var gott hjá Jóhannesi. Nú tekst honum upp. Nú er hann líkur
sjálfum sér. Nú kannast ég við hann.
Kennarinn hafði afar almennt viðhorf til bókmennta: lesandinn átti að
kannast við allt. Bækur áttu að vera ádeila. Rithöfundinum átti að takast
upp og vera ævinlega líkur sjálfum sér.
Nú líkaði kennaranum lifið. Honum hafði tekist að halda uppi aga og
láta lífið fylgja föstum reglum.
Fyrir utan fylgdi óveðrið engum reglum. Innan tíðar hafði ólmur
vindur feykt brúsastrollu yfir gaddavírinn, af yfirráðasvæði kanans yfir á
okkar. Brúsinn sem fauk á skólann hlakkaði í dansi í hvirfilvindi fyrir
utan gluggann og henti gaman að hlýðni okkar og innisetu. Þá kom
hvina. Og efni í ósigrandi herskipaflota hófst yfir gaddavirinn. Það var
engu líkara en veðurguðirnir hefðu stráð ótæmandi fjársjóði yfir hina
grýttu og freðnu jörð, og bekkurinn þaut ýlfrandi á fætur og ruddist út í
rokið, til að festa hendur á fengnum áður en hann gengi honum úr
greipum í sjóinn. En kennarinn sat einn eftir yfir Verndarenglum Jó-
hannesar úr Kötlum.
292