Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Page 53

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Page 53
Thor Vilhjálmsson Guð næturklúbbar Guð næturklúbbar, segir ung stúlka í næsta bás þegar frúrnar voru farnar út. Ægilega væri gaman að komast á næturklúbb. Eru ekki til rússneskir líka með balaleikum og kósakkadönsum og mönnum að gleypa sverð? Og Donkósakkarnir hvar eru þeir? Þeir eru á næturklúbbunum í Vesturlöndum, segir ungur maður með gleraugu í þykkum hornspangarumgerðum. Vitleysa, eru þeir ekki í Rússlandi annars? Nei ekki þessir frægu frægu. Hvað gera Donkósakkarnir? Ætli þeir séu ekki dyraverðir á næturklúbbum Vesturlanda. Þegar þeir fara að reskjast. Og bassasöngvarar. Þeir taka af sér kaskeitið, láta það á pikkólóinn og syngja svo í floorshow bassa í gervi Tarras Bulba eða Boris Godunov og deyja sjálfsagt á sviðinu á hverju kvöldi, standa svo upp stórir og þreknir og glæsilegir, og dusta af sér rykið við lófaklappið, meðan kastljósið færist á næstu stjörnu kvöldsins töframanninn eða nektardansmeyna, eða hinar kraftalegu fimleikasystur með lærin ber og pípuhatt sem standa á höndunum; og önnur styður sig á iljar hinnar, og fara í flikkflakk og splitt einsog að opna rennilás á buxnaklauf, þá fara þeir fram og taka kaskeitið bláa af pikkólónum og regnhlífina svörtu, fara út í rigninguna til að taka á móti mönnum sem koma frá því að kaupa eða selja hlutabréf í olíusamsteypunni, leiða þá til borðs. Digrir litlir og dökkir einsog þeir hefðu alið aldur sinn í olíunni að vaða fram og aftur um lindir auðsins. Gasalega langar mig að drekka kampavín. Einmitt á svona stað. Með stórum pálmum og allavega ljós i þeim, og landslagsmyndir á veggjunum í glerkössum einsog maður sæi út um glugga þessar stóru frægu borgir með ljósum um nótt við flóa með fjöll á bak við einsog Buenos Aires og San Fransisco, Montevideo eða Genúa, er ekki einmitt næturklúbbur í skýjakljúf þar, eða hvernig er með Tokyo? Eitthvað svoleiðis. Og dauf 299
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.