Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Síða 55

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Síða 55
Guð nceturklúbbar Hún horfir á hann og opnar munninn svo hann sér tennurnar hvítu sem hún strýkur með tungunni einsog til að ögra honum. Æ þú ættir að fara í klaustrið, segir maðurinn: þar gætuð þið hvíslast á um karlmenn dag eftir dag og nótt eftir nótt án þess að sjá nokkurntíma mann og stolizt til að klæmast dálítið og flissað og pískrað. Mikið geturðu verið andstyggilegur, segir hún, og danglar til hans til að geta komið við hann og lætur hönd sína liggja kyrra á handlegg hans. Hefurðu ekki séð hvað hún er glaðleg þessi nunna sem er í sendiferð- unum á skellinöðrunni með viðu pilsin sem fela alveg hjólið, svo hún virðist framflytjast á heilögum anda eintómum, hraðbrunandi án þess að þurfa að hreyfa nokkurn lim. Eg gæti bezt trúað því að hún svæfi með þetta bros líka sem er einsog hún haldi að enginn viti að hún er nýbúin að heyra góða klámsögu. Einn daginn kom hún með bedda úr málmgrind sem er hægt að leggja saman bundna við hjólið, og slóst við það þegar hún geystist niður brekkurnar einsog allsherjar útboð. Kannski þú gætir komizt í það, segir hann. Æ þú mátt ekki tala svona við mig í dag, segir hún: ég er svo leið, segir hún og dundar við að mála varirnar með tvennskonar lit. Eg er búin að missa eitthvað, segir hún dramatískt: eitthvað úr sálinni á mér. Eitthvað sem ég mátti ekki missa. Alls ekki missa. En hún getur ómögulega munað hvað. Litla húsið þitt. Við lækinn, segir hann. Húsið .... Við sjóinn maður, segir hún. Og kaktusa. Svo ferð þú upp vonsvikin á morgnana og býrð til te handa kaktusnum. Þegar blessaður eiginmaðurinn kemur þá eru kaktus- arnir búnir með allt teð, og þú að góna á mávana og dreymir um tatarana á næturklúbbunum í Hongkong og Híróshíma, og sóltjöld á baðströnd- um með olíuskip fyrir utan á leið til Bakú. Hún tekur bollann tveim höndum, og speglast í kaffinu andvarpandi út af þeim trega sem hún finnur í augum sínum: ó hvað ég er leið á öllu. Þá er hann ekki að horfa á hana einsog hún hafði ætlazt til; hún segir: Eg hefði líklega átt að fara norður í land, og leita uppi einhvern ógiftan prest. Stjórna svo fólkinu við vinnuna, segja því fyrir verkum sko þú veizt, og fara svo heim, og baka allan daginn brauð og gera öll búrverkin, 301
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.