Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Page 60
Tímarit Aíá/s og menningar
heimta aftur raunverulegan þjóðlegan sjálfsákvörðunarrétt, jafnvel þótt hann
væri „finnlandíseraður“. Síðasti fulltrúi hans var Dubcek, og pólitísk örlög hans
bundu endi á allar leyndar tálsýnir um möguleika þeirrar stefnu. Rikisbundin
þjóðernisstefna, takmörkuð og sovét-háð, spannar allt frá kaldrifjuðum, út-
hugsuðum gervimiðflótta fylgiríkja (birtist t. d. í samskiptum Austur-Þýska-
lands og Sovétríkjanna á efnahagssviðinu) til leitar að tvísýnu jafnvægi milli
óvinsamlegrar framkomu og jafnvel háværrar óþekktar annars vegar og hegð-
unar sem „heldur sig innan markanna“ hins vegar (svo sem einsog í nýlegum
samskiptum Rúmeníu og Sovétríkjanna). Hvað sem sérkennum hennar líður
gerir ríkisbundin þjóðernisstefna sér engar hæpnar vonir um möguleika raun-
verulegs sjálfræðis á tímum sovéskrar útþenslustefnu. Engu að síður er hún
sovésku stjórninni þyrnir í auga og hún reynir þar af leiðandi að kæfa slíkar
tilraunir i fæðingu (Feher rekur hér dæmi frá Póllandi).
Feher bendir næst á nokkur mismunandi einkenni þessarar þjóðernisstefnu
eftir löndum. Hvað sem þeim líður, segir hann, miðar þessi stefna ekki að
pólitískum umbótum á sama hátt og „þjóðlegi kommúnisminn" áður. En það
er ekki heldur um hreina sýndarmennsku að ræða þegar forsaga Rúmeníu er
upphafin og fölsuð eða þegar farið er að tala um „austur-þýska“ menningu. Að
dómi Fehers er öll þessi „efling þjóðaranda“, þar með talið íþróttaæðið fræga,
dæmi um tilraunir til að breyta félagslegri óánægju í þjóðrembu, og er sem slík
dæmigerð fyrir valdahóp i kreppu. Inn í þessa mynd af þjóðernisstefnu ríkis-
stjórna Austur-Evrópu bætist stöðugur efnahagslegur ágreiningur þessara landa
innbyrðis og við Sovétríkin. Það er spurningin um tengslin við vestræna efna-
hagskerfið, um verð hráefna frá Sovétríkjunum, um framlag hinna einstöku
landa til Varsjárbandalagsins og fleira í þeim dúr. Hann líkir því óstöðuga
jafnvægi sem þarna ríkir við síðustu áratugi austurríska keisaradæmisins, en
bendir þó á að Sovétríkin byggja á miklu öflugri þjóðarkjarna en Habsborgara-
veldið forðum, þar sem er Rússland; þeir eiga því jafnan síðasta orðið.
Feher segir að þess beri að gæta að þó að þróunin á áttunda áratugnum hafi
almennt verið óhagstæð stjórnvöldum fyrir austan, og það svo að nú séu þau
rúin öllu trausti, marki sá áratugur líka tímamót vegna þess að þá hafi Sovétríkin
í fýrsta sinn þanið sig út fýrir þau mörk sem sett voru á Yalta- og Potsdam-
fundunum. Meðal nýrra fylgiríkja þeirra eru nokkur lönd i Afríku og Miðaust-
urlöndum, auk þess sem áhrif Sovétríkjanna hafa líka aukist í Suðaustur-Asíu,
með þeim fyrirvara þó að margir hinna nýju bandamanna eru harla ótryggir. Á
þessum áratug telur Feher að Sovétríkjunum hafi aukist sjálfstraust gagnvart
Bandaríkjunum. Á hinn bóginn hafa Bandaríkin veikst vegna Víetnamstríðs-
306