Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Síða 62

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Síða 62
Tímarit Máls og menningar hafa stundað gagnvart „bræðraþjóðum" sínum, forystumönnum i Austur- Evrópu til sárrar gremju. I öðru lagi er líklegt að til átaka komi milli hinnar ríkisbundnu þjóðernis- stefnu annars vegar og einokunar Sovétmanna á valdastöðum í hermálum og utanríkissamskiptum hins vegar. Valdastofnanir Austur-Evrópu vilja sinn hluta af forréttindum Sovétmanna, vilja fá að leika svæðisbundin stórveldi sjálf líkt og keisaradæmið Iran gerði innan ameríska áhrifasvæðisins. Sovétmenn treysta aftur á móti bandamönnum sínum ekki jafn vel og sjálfum sér. í þriðja lagi eru væntanleg forystuskipti í Sovétríkjunum líkleg til að valda deilum. Stjórnskipulagið þar er öldungaveldi ekki síður en skrifstofuveldi. Valdabaráttan verður hörð og grimm, og sá sem sigrar verður að tryggja stöðu sína með því að sýna skjótan árangur — en slíkar aðgerðir geta raskað jafn- væginu á þessu svæði. Það er ljóst að austur-evrópsku stjórnirnar vilja að á þær sé hlustað þegar ákvarðanir eru teknar um æðstu leiðtoga Sovétríkjanna. En slík leiðtogaskipti geta haft jákvæðar hliðar: Næstu forystumenn verða að sjálf- sögðu komnir yfir sextugt, víst er það, en engu að síður verða það menn sem mótuðust um og upp úr stríði, þegar vonast var eftir mildara stjórnarfari, og hugsanlega verða þeir eitthvað opnari fyrir vikið (í sovéskum stjórnmálum og marxisma-lenínisma þeirra gildir að sögn Fehers sú regla að því færri sem grundvallarreglurnar eru, því betra). I fjórða lagi býst Feher við deilum milli fylgiríkjanna innbyrðis, eftir því sem þjóðernisstefnan eflist. Slíkar deilur hafa komið upp á síðasta áratug milli Rúmeníu og Ungverjalands vegna ungverska þjóðarbrotsins í Rúmeníu, og hefur ungverska stjórnin þó verið treg til að taka upp hanskann fyrir ungversku minnihlutana erlendis. Deiluefni af þessu tagi eru víðar til í Austur-Evrópu. Sovétmenn eru hér í tvíbentri aðstöðu: Þeir geta ómögulega farið að hygla öðrum deiluaðilanum án þess að stofna hagsmunum sínum í landi hins í hættu, en um leið falla slík átök vel að hugmynd þeirra um að „deila og drottna“, þvi auðvitað er þeim meinilla við að þessi ríki taki sig á einhvern hátt saman. Loks á Feher von á átökum samfara breytingum í sovéska hagkerfinu. Sovétríkjunum er nauðsyn á fjölmörgum breytingum í hagkvæmnisátt, sem kunna að koma niður á Austur-Evrópuríkjunum. Feher vitnar til skilgreiningar Sartre sem sagði að efnahagssamskipti Sovétríkjanna og Austur-Evrópu væru báðum óhagkvæm, en að þau lytu ríkjandi pólitískum hagsmunum sterkari aðilans, Sovétríkjanna. Auðvitað er draumsýn sovéskra forystumanna um að gera efnahagslífið hagkvæmara án þess að gera félagslegar afstæður skynsamlegri óraunsæ, en í framkvæmd kann hún að hafa í för með sér árekstra við komm- 308
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.