Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Síða 73

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Síða 73
Þetta er ekki LIST Mér dettur ekki í hug að efast um „sérstæða reynslu" kvenna, né heldur að undrast það þótt það þyki mikils virði að hún komi fram sem skilmerkilegast, meðal annars í fagurbókmenntum. Það er heldur ekki að undra þótt nú um skeið hafi konur verið mjög kappsamar við að undir- strika sérstöðu sína, sitt sérstaka og sérstæða framlag. Hliðstætt kapp hleypur mönnum í kinn fyrr og síðar þegar þjóð, minnihluti, stétt er að kveða sér hljóðs með öðrum hætti en fyrr. En það er líka ástæða til að vara við þvi, að þetta kapp leiðir líka til þess að konur reisa um sig múra sem eru óþarfir. Slík iðja er skammgóður vermir. Og mér sýnist af þeim dæmum, sem nú voru rakin, að það sé ófært að sjá karlavélar og sérlegan kvenna- fögnuð þar sem ekki er um annað að ræða en þann sameiginlegan sjóð, sem rithöfundar af ætt þeirra Evu og Adams eiga kost á að sækja í, hver eftir sinum þörfum, sínu næmi og sínum tíma. Hinn „sameiginlegi bókmenntasjóður" er ekki ýkja sameiginlegur heldur geymir hann fyrst og fremst innlegg karla. Sú bókmenntastofnun, sem skilið hefur sauðina frá höfrunum, hefur löngum verið drjúg við að hafna bók- menntum eftir konur en þær fjalla oftast um reynslu og veruleika kvenna. Hvorttveggja hefur þótt óáhugavert raus, hversdagslegt og ólistrænt með afbrigðum — enda hefur mörg konan tekið þann kostinn að þagna eða trúa kistubotninum fyrir skrifum sínum. Hins vegar hafa áhyggjuefni, metnaðarmál og sjálfskilningur þeirra karla, sem nokkurs mega sín í mannfélaginu, þótt mjög þess virði að um væri fjallað í bókmenntunum. Þær lýsingar, sem við þekkjum af veruleika kvenna, hafa því lengst af verið samdar af körlum, stundum mjög vel og eftirminnilega en áhugaleysi og vanþekking á aðstæðum kvenna hafa oftar rýrt gildi lýsinganna. Og fátt sannar áþreifanlegar þá meðferð sem veruleiki kvenna hefur hlotið hér en einmitt reynsla þeirra nútímakvenna sem leita vilja vitneskju og skilnings á lífi formæðranna. Lesendur í hópi kvenna reka sig á að þeir finna næsta fátt af því tagi í hinum „sameiginlega sjóði“. Þegar ungar konur spyrja núna: Hvernig upplifði langamma sig? Hver voru hennar vanda- mál, sorgir og gleði? — þá fáum við ekkert svar (nema ef vera skyldi að langaíl hafi rausnast til að leggja henni eitthvað í munn). Og því er það, sem okkur tekst að grafa úr gleymskunni, mjög dýrmætt. Það sýna ljóslega söfn eins og Draumur um veruleika sem Helga Kress tók saman. Og það er ekki runnin upp önnur öld í þessum efnum. Ennþá eru konur þrælkúgaðar, bæði með tilliti til kynferðis síns og stéttarstöðu; þær eru mótaðar til annars veruleika en karlarnir, þær hafa aðra reynslu, aðra möguleika og annan 319
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.