Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Page 74

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Page 74
Tímarit Máls og menningar sjálfskilning en þeir. Hvað efnisval og sjónarhorn snertir hljóta bókmenntirnar sem þær skrifa þess vegna líka að vera öðruvísi. Þegar við tölum um sérstöðu kvennabókmennta, þ. e. a. s. bókmennta eftir konur, þá erum við ekki að hylla neinn mismun sem ekki er til og ekki að krefjast sérstöðu sem á sér engar forsendur. En það er munur á bókmenntum karla og kvenna og ástæður hans eru fólgnar í þeirri þjóðfélagsgerð kapítalisma og karlveldis sem við lifum við. Við teljum að skiptingin í karla- og kvenna- bókmenntir sé ill nauðsyn sem ekki eigi nokkurn einasta rétt á sér — þegar frelsi og jöfnuði kynjanna er náð. Þá verði hægt að tala um „sameiginlegan sjóð sem rithöfundar af ætt þeirra Evu og Adams eiga kost á að sækja í, hver eftir sínum þörfurn". En — sú lukkulega staða er ekki komin upp ennþá. Eins og sakir standa róum við ekki á sama báti í bókmenntunum — frekar en öðru. Bókmenntir og einkalíf A síðasta áratug hafa þær bókmenntir sem fjalla gagnrýnið um svið einkalífsins átt sér nokkurt blómaskeið á Vesturlöndum og þess sér líka stað hér heima. Vitaskuld hafa þær ekki orðið til af sjálfum sér frekar en aðrar afurðir andans heldur standa þær í augljósum tengslum við pólitískar fjöldahreyfingar sam- timans. — A uppgangsárum 7. áratugarins streymdu konur á Vesturlöndum út á vinnumarkað og stúlkur fylltu skólabekki í stærra mæli en nokkru sinni áður. Konum var ætlað að mæta nýjum kröfum á vinnumarkaði án þess að gera upp við hefðbundin kynhlutverk og þær urðu fleiri og fleiri sem ekki gátu samræmt kröfur atvinnulífs og einkalífs. — Jafnframt efldist hugmyndafræði neyslunnar mjög á 7. áratugnum og skírskotaði ekki síst til kvenna, t. d. á máli auglýsing- anna. Þetta varð til að undirstrika enn frekar gjána sem var á milli ímynda og veruleika kvenna og nýja kvennahreyfingin varð til. Kjarninn í henni voru menntaðar millistéttarkonur sem nú hófu gagnrýna umræðu um aðstæður vinnandi kvenna og inntak hinna hefðbundnu kynhlutverka. Umræðan hafði þá sérstöðu að draga einkalífið inn í pólitíska umræðu og minna þar með á þann hálfgleymda sannleik rússneskra byltingarkvenna að byltingarsinnuð barátta varðaði líka eldhús og svefnherbergi. — Umræðan knúði margan karlmanninn til að taka afstöðu til kynhlutverka sinna sem kúgari og kúgaður og vegna áhrifa frá öðrum andófshópum í Bandaríkjunum, svo sem konum og blökkumönn- um, börðu hómósexúalistar nú í fyrsta skipti frá sér þegar á þá var ráðist. Átök homma við lögreglu í New York vorið 1969 mörkuðu hér tímamót og á næstu árum efldust baráttuhreyfmgar þeirra um öll Vesturlönd. 320
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.