Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Síða 75

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Síða 75
Þelta er ekki LIST Sem fyrr segir var það menntað millistéttarfólk sem leiddi baráttuna, sú millistétt sem gerir meira af því en aðrar þjóðfélagsstéttir að lesa og skapa bókmenntir. Að nokkru leyti kann það að hafa stafað af þessum stéttaruppruna hinnar kynferðispólitísku baráttu hve bókmenntalestur hefur orðið stór þáttur í vitundarvakningunni. Og af því að bókmenntirnar eru sígildur miðill þess persónulega féllu þær vel að inntaki baráttunnar. Endurminningarformið varð t. d. handhægt mörgum þeim sem leggja vildu fram skerf sinn í baráttuna og með nýju sjónarhorni bættu þeir rithöfundar við kafla í hefð hinnar pólitísku þroskasögu. Ekki er úr vegi að lýsa nánar við hvað er átt. I því sambandi viljum við taka nokkur dæmi frá dönum þar sem við þekkjum hvað best til enda hefur hluti af þessum bókmenntum þeirra birst á íslensku upp á síðkastið. — Með Vetrar- bömum sínum lýsti Dea Trier Morch þeim „hversdagslega“ þætti í veruleika kvenna sem þó ræður hvað mestu um lífshlaup þeirra — þungun og barneign- um — og lýsti jafnframt því stéttbundna i hlutskipti kvenna með því að sýna þverskurð þjóðfélagsins á sjúkrastofu. Þannig gaf hún móðurhlutverkinu fé- lagslega skírskotun sem gengur á snið við þann múr goðsagna sem umlykur það. — í Uppgjöri rekur Bente Clod félagsmótun millistéttarstúlkunnar sem finnur öllum hamingjudraumum sinum stað í hjónabandinu og síðan vitund- arvakningu hennar í tengslum við kvennahreyfinguna. — Christian Kampmann segir frá hlutskipti hommans i endurminningum sínum og auðmýkingu þess sem neyðist til að leyna kynferði sínu fyrir umheiminum. Hann rekur mis- heppnaðar tilraunir til að leita einstaklingsbundinna lausna á vanda sínum uns hann finnur styrkinn sem hann skortir í baráttuhreyfingu hómósexúalista. — Og i Fótboltaenglinum, skáldsögu „í játningastil“, lýsir Hans-Jargen Nielsen vanda þess karlmanns sem sér sína gömlu karlmennskuimynd hrynja saman við að mæta konum með nýjar hugmyndir um samlif og kynhlutverk. Þannig draga þessar bókmenntir fram þá kúgun sem leynist i einkalífinu og felst bæði i einstrengingslegum kynhlutverkum og þeirri allsherjar mannlæg- ingu sem kapítalisminn þrifst á. I þeim og öðrum skyldum bókmenntum hafa menn kannast við eigin reynslu og fengið þar tækifæri til að sjá kynferðislega kúgun sína í víðara samhengi. Bókin er sem sagt aftur orðin baráttutæki — og þá skyldi maður ætla að sósíalistar gleddust og héldu veislu — en sú er nú aldeilis ekki raunin. Þótt sumir þeirra, sem telja sig framsækna, játi i öðru orðinu gildi þessara bókmennta (Eg-er-sko-ekkert-karlrembusvin!) þá er við- kvæðið samt: En petta er bara ekki list. Þetta eru svo óttalega illa skrifaðar bækur. 321
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.