Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Page 77

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Page 77
Þetta er ekki LIST arins að gefa lesendum kost á að hverfa frá hversdagsleiðindum sínum og er þannig þeim, sem bækur lesa, það sama og vikublöðin alþýðu manna. Og sögur hennar seljast flestum betur. — Eru þá ótaldir þeir selskapsmenn (jet-set) sem fetað hafa í fótspor hennar og þær leikkonur sem bætt hafa við kjaftasagnahefð „fólks í fréttunum" með því að skrifa um hrottaskap þeirra leikara sem þær hafa deilt svefnherbergi með um dagana. Öllu þessu fólki tekst bara bærilega að fleyta persónu sinni á þeirri öldu alvarlega þenkjandi skrifa af því tagi sem áður var lýst. í síðasta hefti þessa tímarits (TMM nr. 1, 1980) talar Vésteinn Lúðvíksson um þann kreisting „í skáldskaparliki sem flotið hefur um markaðina á undan- förnum árum, kenndar við játningar, sjálfskrufningu, nýja einlægni og guð- mávitahvaðekki; þar er aðferðin sú að ég tek mig og pakka mér inn og sendi til mín — sem ekki þyrfti þó að vera svo vitlaust ef einhverju væri til að pakka“. Af lýsingunni þykjumst við kannast við þá sölumennsku tilfinninganna sem setja svip sinn á bækur Súsönnu Brogger og þeirra sem nefndir voru í sömu andrá og hún. En orð Vésteins hitta fleiri fyrir því að þær bókmenntir, sem við höfum gerst málssvarar fyrir, eru líka kenndar við „játningar“ og „sjálfskrufningu“. Af samhengi greinarinnar ætlum við að „persónulegar játningar“ séu að viti Vésteins ýmist góðar eða vondar, allt eftir því hvert jarðsamband rithöfundanna er. Engu að síður eru alhæfingar hans slíkar að talsmönnum kvenfyrirlitningar og andúðar á pólitískri einkalífsumræðu væri í lófa lagið að taka orð hans sér til fulltingis. Af öllu því sem hér hefur verið rakið má sjá að við viljum ekki afsala okkur réttinum til að gagnrýna. Það er enginn gæðastimpill á bók að hún sé t. d. skrifuð af yfirlýstum sósíalistum eða þá konum. Þær „sönnu sögur“, sem sækja efni sitt til einkalífsins geta verið framsæknar og gagnrýnar eða afturhaldið uppmálað. Þær skoðanir hafa stundum heyrst meðal kvenna upp á síðkastið og raunar sést á prenti að kynsystur þeirra í röðum gagnrýnenda eigi ekki að gagnrýna eða setja út á kvennabókmenntir — væntanlega í nafni kvennasam- stöðu. Þá kröfu teljum við fáránlega enda hlýtur hún að bjóða forheimskuninni heim. Að kalla til ábyrgðar Frumforsenda allrar gagnrýni sem mark er á takandi er að hún sé borin fram af góðum lesendum, lesendum sem leggi sig alla fram við að skilja það sem höfund- urinn hefur fram að færa og koma til móts við það. Þeir lesendur reyna eftir 323
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.