Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Qupperneq 87

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Qupperneq 87
Hafa kvennabókmenntir se'rstöðu? ingu í stéttir; listin er orðin að iðnaði og iðnaðurinn framleiðir ævinlega verslunarvöru, og hver maður veit að í heimi viðskiptanna er nær ógerningur að selja vöru ef hún hefur ekkert vörumerki sem “tryggir gæðin“. Menningar- mangarar samtíðarinnar segja: Almenningur á heimtingu á að vita hvað hann kaupir! Einn liður í flokkun vörunnar er sá, að kaupandinn viti hvort hann er að kaupa kvenna- eða karlabókmenntir. Rithöfundurinn er orðinn háður iðnaðinum, og síðasta sjálfstæða fólkið, listafólkið, virðist sætta sig við þessa þróun. Útgefandinn krefst þess að rithöf- undurinn skrifi kvennabókmenntir meðan þær eru til umræðu, hann veit að meiri hluti mannkynsins og lesenda eru konur, og rannsóknir sýna að 80% bókmennta sem seldar eru undir vörumerkinu „Kvennabókmenntir" eru keyptar af konum. Það að senda bækur á markað með bókmenntalegu vöru- merki hefur aukið sölumöguleika og reynst betur en sú gamla hefð, að telja þær fylgja einhverri andlegri stefnu, líkt og raunsæisstefnunni, sem hefur þó löngum dugað vel, því að einhvern veginn er komið inn í lesandann að einkum raunsæisbókmenndr séu auðskildar og fremur við hæfi hins almenna lesanda en bækur skrifaðar í öðrum dúr. A síðustu áratugum hafa verið sendar á markað með góðum söluárangri gyðingabókmenntir, negrabókmenntir og kynvillingabókmenntir, og nú síðast kvennabókmenntir. Og hefur þetta reynst vel ekki aðeins í Bandaríkjunum heldur einnig í Vestur Evrópu. Og höfundar eru þrælbundnir af þessari markaðsstefnu. Hér erum við komin að hinum sorglega kjarna málsins: söfnin, leikhúsin og þó einkum alnenningsbókasöfnin, sem áttu að taka við af hinum upplýsta höfðingja, bjargvætti menningarinnar, hafa brugðist listamanninum, og lista- maðurinn hefur einnig brugðist sjálfum sér. Verslunin hefur gerst bjargvættur menningarinnar, með því skilyrði að menningin sé söluhæf og við hæfi kaup- enda, þ. e. a. s. almennings eða fólksins. Sú kvöð og krafa að listin eigi að vera fyrir fólkið er í senn krafa kapítalisma og kommúnisma nútímans. I kröfu sinni er kapítalisminn hreinni og beinni en kommúnisminn, hann leggur þann skilning í „list fyrir fólkið“ að listin sé verslunarvara. Kommúnisminn á í raun við það sama, en hann fer örlitið meiri krókaleiðir: jákvæð list er sú list sem fólkið vill og skilur og getur keypt. Auðskilin list er þá sú sem unnin er í anda stefnu flokksins, fólkið á ekki að þurfa að brjóta heilann yfir henni. Þá er eitt basl almennings úr sögunni og liklega það eina. 333
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.