Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Page 88

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Page 88
Tímarit Máls og menningar En listin fyrir fólkið og svo nefndar kvennabókmenntir eru í engum and- legum tengslum við frelsisþrá og frelsisbaráttu mannsins. Kvennabókmenntir þær sem eru á markaðnum forðast að fjalla um þá furðu mannlífsins að konur hafa þurft að þvo annaðhvort i læknum eða í bala, meðan karlmaðurinn braut heilann um hvernig hann ætti að finna upp þvottavél, til að frelsa þær frá bala og læk. Bækurnar spyrja aldrei grundvallarspurninga varðandi þann kynlega hátt kvenna, frá því eldurinn var taminn og akuryrkja hófst, að þær hafa búið karlmanninum allt í haginn, svo hann geti létt þeim lífið og smíðað tæki og nú síðast vélmenni, sem leysa konuna af hólmi og gera hana á vissan hátt óþarfa. Hver verður tilgangur konunnar og hlutverk, ef konan veitir karlmanninum það mikið frelsi að hann finnur upp vélkonu sem þjónar öllum hans þörfum, og fæðir honum jafnvel afkvæmi úr tilraunaglösum? Eflaust hlyti konan ill örlög eða yrði á flæðiskeri stödd, ef maðurinn liti ekki stöku sinnum í náð til hennar og smíðaði líka handa henni leikföng og vélmenni. En ekkert vélmenni hefur enn verið fundið upp sem frjóvgar konuna. Er karlmaðurinn þá fullkomnari, ef í stað konu er hægt að nota tilraunaglas til að viðhalda mannkyninu? Svo nefndar kvennabókmenntir hafa fylgt í kjölfar frelsishreyfinga nútímans, en þó má ekki blanda saman kvenfrelsi og kvennabókmenntum, enda er eðli beggja ólíkt: annað er hugsjónahreyfing og réttlætiskrafa, hitt er verslunarvara og markaðsþörf. Saffó, Marie de France og Heilög Teresa, svo aðeins nokkrir kvenrithöfundar séu nefndir, skrifuðu ekki „kvennabókmenntir“ og eru aldrei kenndar við þær. Rit þessara kvenna eru sprottin af sameiginlegum erfðum mannsandans og aðstæðum þess tíma sem konurnar lifðu á, að ótöldum þeirra persónulegu þörfum og einkennum þeirra sem einstaklingar. Auðsætt er því að einhver Machiavelli með markaðshyggju hefur fundið upp kvennabókmenntirnar, í því augnamiði að láta baráttuglaðar konur hvarfla huganum frá sínu raunverulega og ævarandi höfuðvandamáli, því vandamáli að konan ber sérhvern jarðarbúa í níu mánuði í móðurlífi sínu, hún elur afkvæmi sitt að mestu upp án áhrifa karlmannsins eða föður, á fyrstu árum barnsins, en þegar afkvæmið kemst á legg og verður sjálfstætt að mestu, eftir að það hefur farið í gegnum tvö mótþróaskeið, þá rís það oft öndvert gegn uppalandanum og kýs helst að fylla flokk þess aðila sem ekkert skipti sér af uppeldinu; og síðan virðist eðli afkvæmisins vera meira í ætt við eðli þess sem engin áhrif hafði á það í bernsku og hvergi kom nærri en hins sem var sínálægur. Þannig eru mótsagnir mannsins og þverstæður, sem spretta meðal annars af 334
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.