Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Page 90
Guðlaugur Arason
Bárður kæri skattur
Góðkunníngi minn trúði mér eitt sinn fyrir leyndarmáli. Sagði hann, að
ef sér liði illa, væri það óbrigðult ráð að fá sér gaunguferð í ákveðnum
kirkjugarði í Kaupmannahöfn. Um leið og hann væri kominn inn um
garðshliðið, létti til í huganum. En hann sagðist líka heimsækja þennan
garð þegar sér liði óvenju vel og þá í þeirri von að yfir hann þyrmdi og
honum færi að líða illa. Hann hélt því nefnilega fram að hvort sem manni
liði vel eða illa, ætti að berjast á móti því í leingstu lög. Tilfinníngar eru
tákn hreyfanleikans, sagði hann, en ekki ástand sem á að staðna á
einhverju ákveðnu stigi.
Þennan dag leið mér eingan veginn. Þar sem ég átti heima steinsnar frá
þessum merkilega kirkjugarði, datt mér í hug að sannreyna kenníngu
félaga míns og gánga á vit tilfinnínganna í Vestra Kirkjugarði.
Þetta var snemma morguns í marsmánuði árið 1978. Veður var bjart en
kalt. Þegar ég gekk fram hjá legsteinagerðinni fyrir utan garðshliðið
bárust til eyrna mér höggin frá steingerðarmönnunum; gamla konan í
blómabúðinni brosti til mín og bauð mér góðan daginn. Kannski vonaði
hún með sjálfri sér að ég væri að fara til þess að gráta á leiði unnustu
minnar og yrði þess vegna að kaupa blóm.
A móti mér kom gamall maður á hjóli með schefferhund hlaupandi
við hlið sér. Hundurinn var móður og hvítan reyk lagði frá vitum hans.
Inni í kirkjugarðinum var stórborgarniðurinn að baki, en við tók
saungur smáfugla inni á milli trjánna. Mér var strax farið að líða einhvern
veginn.
Ekki hafði ég geingið leingi eftir þraungum stíg og hlustað á vetrar-
saung fuglanna, þegar ég heyrði vinnuvélaskrölt á bak við runnana.
Forvitni mín var vakin og ég gekk á hljóðið.
I gamla daga hefðu slík læti þótt virðíngarleysi og guðlast í þeim
kirkjugarði sem ég þekkti til. Þar var erfitt að vera barn; ekki mátti hlæja,
336