Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Page 91

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Page 91
Báróur kceri skattur ekki stíga á leiðin, og harðbannað var að fara í feluleik eða tína hunda- súrurnar sem voru á stærð við rabbarbarablöðkur. í þeim kirkjugarði varð maður að sýna hinum látnu virðíngu með því að skafa af sér persónuna um leið og stigið var inn um kirkjugarðshliðið. Þar voru grafir teknar með þögulli spekt og hver skóflustúnga lögð til hliðar með stakri var- færni og virðíngu fyrir því óþekkta. Því var það að vélarhávaðinn i Vestra Kirkjugarði kom mér á óvart. Og ekki varð mér minna um, þegar ég gekk fram á stóra skurðgröfu sem var að enda við að grafa holu í jörðina. Við gröfuna stóðu tveir menn í bláum samfestíngum og voru að tala saman; annar þeirra benti út í loftið og virtist vera mikið niðri fyrir, hinn studdi sig við stúngureku og horfði til jarðar. Eg leit í kríngum mig og fór að lesa á legsteinana. Við hliðina á þessari nýteknu gröf stóð lítill, svartur legsteinn sem dró að sér athygli mína. Á honum stóð letrað gullnum stöfum: Bárður sov í friði kæri skattur Mér varð ljóst að ég var staddur í grafreiti Færeyínga. — Þú lætur mig bara vita ef ég get eitthvað hjálpað þér, kallaði maðurinn með stúngurekuna um leið og hann stökk niður í nýteknu gröfina. Andlit hans var stórskorið og hrukkótt eins og upphleypt landabréf af Sviss; sprúngnar æðar á kinnbeinum og nefi undirstrikuðu veiklulegt yfirbragð og gáfu til kynna litríka sögu af manni sem ég ekki þekkti. A höndunum hafði hann prjónavettlínga. Þegar ég gekk fram á grafarbrúnina komst ég að því að danskar líkgrafir eru keimlíkar þeim íslensku. Eg bauð góðan daginn og maður- inn með rekuna leit á mig fljótandi augum og brosti dreyminn neðan úr gröfinni. — Þú skalt bara spyrja mig ef þú vilt vita eitthvað um grafir, sagði hann hásri röddu. Ég heiti Níls og er kallaður kirkjugarður i höfuðið á þjóðskáldinu. Þar sem kirkjugarðar höfðu alla tíð verið mér hugleiknir, en ég aldrei sinnt þessu áhugamáli mínu sem skyldi, spurði ég Níls hvort hann hefði 337
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.