Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Page 91
Báróur kceri skattur
ekki stíga á leiðin, og harðbannað var að fara í feluleik eða tína hunda-
súrurnar sem voru á stærð við rabbarbarablöðkur. í þeim kirkjugarði varð
maður að sýna hinum látnu virðíngu með því að skafa af sér persónuna
um leið og stigið var inn um kirkjugarðshliðið. Þar voru grafir teknar
með þögulli spekt og hver skóflustúnga lögð til hliðar með stakri var-
færni og virðíngu fyrir því óþekkta.
Því var það að vélarhávaðinn i Vestra Kirkjugarði kom mér á óvart. Og
ekki varð mér minna um, þegar ég gekk fram á stóra skurðgröfu sem var
að enda við að grafa holu í jörðina.
Við gröfuna stóðu tveir menn í bláum samfestíngum og voru að tala
saman; annar þeirra benti út í loftið og virtist vera mikið niðri fyrir, hinn
studdi sig við stúngureku og horfði til jarðar.
Eg leit í kríngum mig og fór að lesa á legsteinana. Við hliðina á þessari
nýteknu gröf stóð lítill, svartur legsteinn sem dró að sér athygli mína. Á
honum stóð letrað gullnum stöfum:
Bárður sov í friði kæri skattur
Mér varð ljóst að ég var staddur í grafreiti Færeyínga.
— Þú lætur mig bara vita ef ég get eitthvað hjálpað þér, kallaði
maðurinn með stúngurekuna um leið og hann stökk niður í nýteknu
gröfina.
Andlit hans var stórskorið og hrukkótt eins og upphleypt landabréf af
Sviss; sprúngnar æðar á kinnbeinum og nefi undirstrikuðu veiklulegt
yfirbragð og gáfu til kynna litríka sögu af manni sem ég ekki þekkti. A
höndunum hafði hann prjónavettlínga.
Þegar ég gekk fram á grafarbrúnina komst ég að því að danskar
líkgrafir eru keimlíkar þeim íslensku. Eg bauð góðan daginn og maður-
inn með rekuna leit á mig fljótandi augum og brosti dreyminn neðan úr
gröfinni.
— Þú skalt bara spyrja mig ef þú vilt vita eitthvað um grafir, sagði
hann hásri röddu. Ég heiti Níls og er kallaður kirkjugarður i höfuðið á
þjóðskáldinu.
Þar sem kirkjugarðar höfðu alla tíð verið mér hugleiknir, en ég aldrei
sinnt þessu áhugamáli mínu sem skyldi, spurði ég Níls hvort hann hefði
337